Njarðvík vann nauman sigur á Stjörnunni í úrvalsdeildarslag í 16 - liða úrslitum Malt bikars kvenna í körfubolta.
Stjörnukonur voru skrefinu á undan mest allan leikinn, en þær leiddu í hálfleik 35-41 og fyrir lokaleikhlutann var staðan 62-69.
Þá gáfu heimakonur í og sigruðu að lokum með þermur stigum 87-84.
Bandarísku leikmennirnir fóru á kostum í dag. Shalonda Winton hjá Njarðvík var með 39 stig og 21 frákast. Hinu megin var Danielle Rodriguex með 38 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar.
Í liði Njarðvíkur var aðeins einn annar leikmaður með yfir 10 stig, Hulda Bergsteinsdóttir skoraði 11. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var næstatkvæðamest hjá Stjörnunni með 14 stig.
Njarðvík hefur enn ekki unnið leik í Domino's deildinni, en liðið er nú komið í 8 - liða úrslit bikarkeppninnar.
Njarðvík: Shalonda R. Winton 39/21 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 11, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 8, Björk Gunnarsdótir 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, María Jónsdóttir 7/7 fráköst, Ína María Einarsdóttir 6, Erna Freydís Traustadóttir 0, Árnína Lena Rúnarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/9 fráköst/5 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11, María Lind Sigurðardóttir 10/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5/4 fráköst, Rakel Rós Ágústsdóttir 0, Valdís Ósk Óladóttir 0, Linda Marín Kristjánsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0/3 varin skot.
Njarðvíkurkonur lögðu Stjörnuna
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn



„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn


