Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2017 14:27 Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Formaður Ólafsdalsfélagsins kveðst sannfærður um að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir stofnuðu í Ólafsdal árið 1880 og ráku til ársins 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita. Gamla skólahúsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf.Skólahúsið sem enn stendur í Ólafsdal var reist árið 1896.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það var ekki eina húsið því Ólafsdalur var líkari litlu þorpi, sem nú stendur til að endurreisa. Á veggjum í skólahúsinu sýna gamlar ljósmyndir hvernig staðurinn var fyrir rúmri öld og utanhúss má enn sjá útveggi af fjósi, mjólkurhúsi og fleiri byggingum. Þarna voru einnig smiðja, tóvinnuhús, fyrsta skólahúsið og hjallur ásamt fleiri útihúsum. „Þegar allt er talið þá voru svona 13-14 byggingar í Ólafsdal,” segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Þrjúhundruð manna áhugahópur um verndun menningarminjanna stendur að Ólafsdalsfélaginu en það hefur nú samið við Minjavernd um verkefnið. „Minjavernd mun núna byggja upp öll húsin sem hér eru á næstu 3-4 árum. Og þeir hyggjast leggja í þetta allt að hálfan milljarð, gæti ég trúað, að byggja upp Ólafsdalinn.”Ólafsdalur er við Gilsfjörð, sem gengur inn úr norðanverðum Breiðafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Rögnvaldur segir verkefnið afar spennandi enda verði þetta með stærri fjárfestingum í Dölum. Hér verði lifandi safn og gististaður, sem hafa muni jákvæð áhrif á sveitirnar í kring. „Þegar þetta verður allt risið mun þetta skaffa töluvert mörg störf. Ég gæti vel trúað að þetta yrðu tíu til fimmtán störf. Þannig að þetta mun hafa töluverð áhrif. Og ég er sannfærður um það, þegar þetta verður allt gengið í gegn, að þá mun Ólafsdalur verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð,” segir formaður Ólafsdalsfélagsins. Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld verður farið um söguslóðir Dalasýslu í fylgd Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra, sem sér tækifæri til að treysta byggðina með því að búa til „gullna söguhringinn”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Formaður Ólafsdalsfélagsins kveðst sannfærður um að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir stofnuðu í Ólafsdal árið 1880 og ráku til ársins 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita. Gamla skólahúsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf.Skólahúsið sem enn stendur í Ólafsdal var reist árið 1896.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það var ekki eina húsið því Ólafsdalur var líkari litlu þorpi, sem nú stendur til að endurreisa. Á veggjum í skólahúsinu sýna gamlar ljósmyndir hvernig staðurinn var fyrir rúmri öld og utanhúss má enn sjá útveggi af fjósi, mjólkurhúsi og fleiri byggingum. Þarna voru einnig smiðja, tóvinnuhús, fyrsta skólahúsið og hjallur ásamt fleiri útihúsum. „Þegar allt er talið þá voru svona 13-14 byggingar í Ólafsdal,” segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Þrjúhundruð manna áhugahópur um verndun menningarminjanna stendur að Ólafsdalsfélaginu en það hefur nú samið við Minjavernd um verkefnið. „Minjavernd mun núna byggja upp öll húsin sem hér eru á næstu 3-4 árum. Og þeir hyggjast leggja í þetta allt að hálfan milljarð, gæti ég trúað, að byggja upp Ólafsdalinn.”Ólafsdalur er við Gilsfjörð, sem gengur inn úr norðanverðum Breiðafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Rögnvaldur segir verkefnið afar spennandi enda verði þetta með stærri fjárfestingum í Dölum. Hér verði lifandi safn og gististaður, sem hafa muni jákvæð áhrif á sveitirnar í kring. „Þegar þetta verður allt risið mun þetta skaffa töluvert mörg störf. Ég gæti vel trúað að þetta yrðu tíu til fimmtán störf. Þannig að þetta mun hafa töluverð áhrif. Og ég er sannfærður um það, þegar þetta verður allt gengið í gegn, að þá mun Ólafsdalur verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð,” segir formaður Ólafsdalsfélagsins. Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld verður farið um söguslóðir Dalasýslu í fylgd Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra, sem sér tækifæri til að treysta byggðina með því að búa til „gullna söguhringinn”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45