Stjörnustríðsgetgátum rignir yfir netið Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 22:30 John Boyega sem Finn í The Last Jedi. IMDB Áttunda Stjörnustríðsmyndin, The Last Jedi, verður frumsýnd hér á landi 14. desember og bíða margir spenntir eftir henni. Nú þegar hafa birst nokkrar stiklur úr myndinni sem hefur orðið til þess að netverjar keppast við að geta í eyðurnar. Í þessari grein er farið yfir nokkrar þeirra og hvað einn af leikurunum í myndinni, John Boyega, sagði um þær fyrr í dag. Ef þú hefur áhyggjur af því að þessi grein muni spilla fyrir áhorfi þínu þegar þú loksins sérð myndina, þá máttu endilega láta staðar numið hér.Nokkrar af þeim kenningum sem hafa gengið um netið er að það verði fleiri en einn Jedi-riddari í þessari mynd. Leikstjóri hennar, Rian Johnson, hefur ítrekað hrakið þá kenningu og bent á að Luke Skywalker sé sérstaklega nefndur sem eini Jedi-riddarinn sem eftir er í textanum sem mun birtast við upphaf myndarinnar.Mashable segir frá því að kenningarnar um fleiri en einn Jedi-riddari lifi samt sem áður góðu lífi. Í einni þeirra er því haldið fram að Rey, leikin af Daisy Ridley, verði Jedi-riddari í þessari mynd. Mashable bendir þó að það hafi heldur molnað undan þeirri kenningu þegar það var gefið til kynna í einni af stiklunum að Rey myndi jafnvel hallast að dökku hlið Máttarins.Mashable nefnir þó að í einum umræðuþræði á Reddit sé bent á að fyrrum stormsveitarmaðurinn Finn, leikinn af John Boyega, hafi haldið á geislasverði Luke Skywalker í The Force Awakens. Ekki bara einu sinni heldur í tvígang. Á Reddit-þræðinum er bent á að Finn hafi borið Stormsveitarnúmerið FN-2187. Það númer sé mögulega vísun í myndina 21-87 sem veitti leikstjóranum George Lucas, guðföður Stjörnustríðsmyndana, innblástur þegar kom að því að skapa Stjörnustríðsheiminn. Þess vegna er því haldið fram að Finn gæti verið Jedi-riddari en John Boyega sjálfur er ekki sammála því. „Það eru fjöldi sterkra karaktera í Stjörnustríðsheiminum sem geta barist við Jedi og þurfa ekki endilega að vera Jedi-riddarar til að gera það,“ sagði Boyega við Digital Spy þegar hann var spurður hvort hann væri ekki til í að leika Jedi-riddara. „Ég held að það væri áhugaverðara ef það væru fleiri en einn Jedi-riddarar. En þetta er ein af óskrifuðu reglunum í Stjörnustríðinu. Það er alltaf bara einn sem þarf að fara í burtu og æfa sig,“ sagði Boyega enn fremur.Mashable segir þetta ekki beint óskrifaða reglu en að leikarinn hafi nokkuð til síns máls. Í þríleiknum sem þar sem sagan var sögð hvernig Anakin Skywalker varð Darth Vader hafi verið fjöldi Jedi-riddara sem dró aðeins úr mikilfengleika þeirra. Í þríleiknum sem sagði frá baráttu Luke Skywalker og félaga við hið illa, A New Hope, Empire Strikes Back og Return of the Jedi, hafi aðeins Obi-Wan Kenobe, Yoda og Luke verið Jedi-riddarar. Hvað sem gerist vita þó fáir, og mun þetta eflaust bara koma í ljós þegar myndin verður loksins sýnd í kvikmyndahúsum í desember næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu nýjustu stikluna fyrir næstu Star Wars-mynd Ný stikla fyrir áttundu Star Wars myndina, The Last Jedi, var frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi. 10. október 2017 07:13 Nokkrar vangaveltur um The Last Jedi stikluna Ný Star Wars stikla hefur litið dagsins ljós og eins og svo oft áður, þá fylgja henni fjölmargar spurningar. 10. október 2017 12:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Áttunda Stjörnustríðsmyndin, The Last Jedi, verður frumsýnd hér á landi 14. desember og bíða margir spenntir eftir henni. Nú þegar hafa birst nokkrar stiklur úr myndinni sem hefur orðið til þess að netverjar keppast við að geta í eyðurnar. Í þessari grein er farið yfir nokkrar þeirra og hvað einn af leikurunum í myndinni, John Boyega, sagði um þær fyrr í dag. Ef þú hefur áhyggjur af því að þessi grein muni spilla fyrir áhorfi þínu þegar þú loksins sérð myndina, þá máttu endilega láta staðar numið hér.Nokkrar af þeim kenningum sem hafa gengið um netið er að það verði fleiri en einn Jedi-riddari í þessari mynd. Leikstjóri hennar, Rian Johnson, hefur ítrekað hrakið þá kenningu og bent á að Luke Skywalker sé sérstaklega nefndur sem eini Jedi-riddarinn sem eftir er í textanum sem mun birtast við upphaf myndarinnar.Mashable segir frá því að kenningarnar um fleiri en einn Jedi-riddari lifi samt sem áður góðu lífi. Í einni þeirra er því haldið fram að Rey, leikin af Daisy Ridley, verði Jedi-riddari í þessari mynd. Mashable bendir þó að það hafi heldur molnað undan þeirri kenningu þegar það var gefið til kynna í einni af stiklunum að Rey myndi jafnvel hallast að dökku hlið Máttarins.Mashable nefnir þó að í einum umræðuþræði á Reddit sé bent á að fyrrum stormsveitarmaðurinn Finn, leikinn af John Boyega, hafi haldið á geislasverði Luke Skywalker í The Force Awakens. Ekki bara einu sinni heldur í tvígang. Á Reddit-þræðinum er bent á að Finn hafi borið Stormsveitarnúmerið FN-2187. Það númer sé mögulega vísun í myndina 21-87 sem veitti leikstjóranum George Lucas, guðföður Stjörnustríðsmyndana, innblástur þegar kom að því að skapa Stjörnustríðsheiminn. Þess vegna er því haldið fram að Finn gæti verið Jedi-riddari en John Boyega sjálfur er ekki sammála því. „Það eru fjöldi sterkra karaktera í Stjörnustríðsheiminum sem geta barist við Jedi og þurfa ekki endilega að vera Jedi-riddarar til að gera það,“ sagði Boyega við Digital Spy þegar hann var spurður hvort hann væri ekki til í að leika Jedi-riddara. „Ég held að það væri áhugaverðara ef það væru fleiri en einn Jedi-riddarar. En þetta er ein af óskrifuðu reglunum í Stjörnustríðinu. Það er alltaf bara einn sem þarf að fara í burtu og æfa sig,“ sagði Boyega enn fremur.Mashable segir þetta ekki beint óskrifaða reglu en að leikarinn hafi nokkuð til síns máls. Í þríleiknum sem þar sem sagan var sögð hvernig Anakin Skywalker varð Darth Vader hafi verið fjöldi Jedi-riddara sem dró aðeins úr mikilfengleika þeirra. Í þríleiknum sem sagði frá baráttu Luke Skywalker og félaga við hið illa, A New Hope, Empire Strikes Back og Return of the Jedi, hafi aðeins Obi-Wan Kenobe, Yoda og Luke verið Jedi-riddarar. Hvað sem gerist vita þó fáir, og mun þetta eflaust bara koma í ljós þegar myndin verður loksins sýnd í kvikmyndahúsum í desember næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu nýjustu stikluna fyrir næstu Star Wars-mynd Ný stikla fyrir áttundu Star Wars myndina, The Last Jedi, var frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi. 10. október 2017 07:13 Nokkrar vangaveltur um The Last Jedi stikluna Ný Star Wars stikla hefur litið dagsins ljós og eins og svo oft áður, þá fylgja henni fjölmargar spurningar. 10. október 2017 12:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sjáðu nýjustu stikluna fyrir næstu Star Wars-mynd Ný stikla fyrir áttundu Star Wars myndina, The Last Jedi, var frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi. 10. október 2017 07:13
Nokkrar vangaveltur um The Last Jedi stikluna Ný Star Wars stikla hefur litið dagsins ljós og eins og svo oft áður, þá fylgja henni fjölmargar spurningar. 10. október 2017 12:00