Sigurbjörg Níelsdóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra hjá Bústólpa. Í tilkynningu frá Bústólpa segir að hún muni hefja störf í kringum áramótin.
„Sigurbjörg er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af skrifstofustörfum.
Sigurbjörg starfar í dag á skrifstofu Menntaskólans á Akureyri, en starfaði áður um árabil hjá Samskip og einnig sem framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu,“ segir í tilkynningunni.
Bústólpi rekur fóðurverksmiðju og kornmóttöku, auk þess að þjónusta og selja ýmsar vörur til bænda.

