Bandarískir þingmenn segja frá áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 15:00 Um tuttugu prósent þingmanna á fulltrúadeild þingsins eru konur. Vísir/Getty Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna. Bandaríkin MeToo Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira