Stjórn Bjartrar framtíðar fór fram á afsögn Guðlaugar Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2017 10:03 Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórnarformennsku í Bjartri framtíð í september. Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Engin læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á annan í jólum og á jóladag „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Engin læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á annan í jólum og á jóladag „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15
Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50