Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 20:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels