Hagskælingar safna fyrir alvarlega veikan samnemenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. nóvember 2017 19:30 Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira