Vala Matt og Rósa í eldhúsinu: Hollar og bragðgóðar kartöfluflögur Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2017 15:46 Vala Matt hittir Rósu Guðbjarts á Stöð 2 í kvöld. Í Íslandi í dag í kvöld fer Vala Matt og heimsækir Rósu Guðbjartsdóttur, stjórnmálakonu og rithöfund, í Hafnarfjörðinn. Rósa hefur mikið spáð í umhverfisvernd og umhverfisvænt heimilishald í gegnum tíðina. Hún býr meira að segja svo vel að vera með hænur í garðinum sínum og gefur þeim matarúrgang heimilisins og fær svo ný egg á hverjum degi. Í þætti kvöldsins kennir Rósa okkur meðal annars að búa til dásamlegar hollar kartöfluflögur úr glænýjum kartöflum sem tekur enga stund að gera. Og svo kom hún Völu skemmtilega á óvart með því að sýna okkur hvernig við getum einnig nýtt kartöfluhýðið sem snakk. „Og af því að Rósa vill helst ekki nota neinar snyrtivörur með eiturefnum kennir hún okkur líka að búa til einfaldan en mjög virkan og góðan náttúruvænan andlitsskrúbb,“ segir Vala. Meðfylgjandi er uppskrift að hollu kartöfluflögunum hennar Rósu.Aðferð: Skrælið kartöflurnar og skerið í örþunnar sneiðar. Skolið í vatni og þerrið síðan vel. Setjið kartöflurnar í skál og veltið þeim upp úr olíunni og kryddinu. Raðið sneiðunum loks upp á grillteina og hafið bil á milli þeirra. Leggið teinana ofan á eldfast form. Hitið í örbylgjuofni í 6 til 10 mínútur eða þar til flögurnar eru orðnar stökkar og góðar.KARTÖFLUHÝÐI Skolið kartöflur og þerrið og skrælið. Veltið hýðinu upp úr olíu og kryddið að smekk. Leggið á bökunarplötu og bakið í ofni í um 25 mínútur við 200 gráður.KARTÖFLUFLÖGUR4 kartöflur1 msk. olíaKrydd eftir smekk, t.d. paprikuduft,chiliduft eða salt Partýréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Í Íslandi í dag í kvöld fer Vala Matt og heimsækir Rósu Guðbjartsdóttur, stjórnmálakonu og rithöfund, í Hafnarfjörðinn. Rósa hefur mikið spáð í umhverfisvernd og umhverfisvænt heimilishald í gegnum tíðina. Hún býr meira að segja svo vel að vera með hænur í garðinum sínum og gefur þeim matarúrgang heimilisins og fær svo ný egg á hverjum degi. Í þætti kvöldsins kennir Rósa okkur meðal annars að búa til dásamlegar hollar kartöfluflögur úr glænýjum kartöflum sem tekur enga stund að gera. Og svo kom hún Völu skemmtilega á óvart með því að sýna okkur hvernig við getum einnig nýtt kartöfluhýðið sem snakk. „Og af því að Rósa vill helst ekki nota neinar snyrtivörur með eiturefnum kennir hún okkur líka að búa til einfaldan en mjög virkan og góðan náttúruvænan andlitsskrúbb,“ segir Vala. Meðfylgjandi er uppskrift að hollu kartöfluflögunum hennar Rósu.Aðferð: Skrælið kartöflurnar og skerið í örþunnar sneiðar. Skolið í vatni og þerrið síðan vel. Setjið kartöflurnar í skál og veltið þeim upp úr olíunni og kryddinu. Raðið sneiðunum loks upp á grillteina og hafið bil á milli þeirra. Leggið teinana ofan á eldfast form. Hitið í örbylgjuofni í 6 til 10 mínútur eða þar til flögurnar eru orðnar stökkar og góðar.KARTÖFLUHÝÐI Skolið kartöflur og þerrið og skrælið. Veltið hýðinu upp úr olíu og kryddið að smekk. Leggið á bökunarplötu og bakið í ofni í um 25 mínútur við 200 gráður.KARTÖFLUFLÖGUR4 kartöflur1 msk. olíaKrydd eftir smekk, t.d. paprikuduft,chiliduft eða salt
Partýréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira