Houston Astros varð meistari í fyrsta sinn.vísir/getty
Houston Astros vann World Series í MLB-deildinni í hafnabolta í gærnótt í fyrsta skipti í sögu félagsins og getur því kallað sig heimsmeistara í hafnabolta. Það hafði betur í oddaleik á móti Los Angeles Dodgers.
Í tilefni sigursins tók Youtube-síða MLB-deildarinnar saman 50 síðustu sigurstundirnar eða allt til ársins 1967.
Í þessu skemmtilega myndbandi má sjá síðasta kastið í hverri rimmu lokaúrslitanna og smá fögnuð frá hverju liði.
Maðurinn sem veðjaði rétt á fyrstu sex leikina í úrslitum bandaríska hafnaboltans, World Series, og græddi um leið einn og hálfan milljarð króna hefur fengið ótrúlega fjölmiðlaumfjöllun.
Fyrir þremur árum og fjórum mánuðum síðan spáði blaðamaður Sports Illustrated því að Houston Astros yrði meistari í bandaríska hafnaboltanum. Sú spá gekk eftir í nótt er Astros tryggði sér sinn fyrsta titil í oddaleik gegn LA Dodgers sem fór 5-1.