Lögreglan í Thornton segir að þeir hafi borið kennsl á hinn 47 ára gamla Scott Ostrem á upptökum úr öryggisvélum verslunarinnar. Hann var handtekinn fjórtán klukkustundum eftir morðin.
Talsmaður lögreglunnar sagði í gærkvöldi að útlit væri fyrir að morðin hefðu verið framin af handahófi og að ekki væri um hryðjuverkaárás að ræða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Talsmaðurinn, Victor Avila, lýsti einnig því sem vitni höfðu séð.
„Hann gekk afslappaður inn um aðalinngang verslunarinnar, lyfti byssunni hóf skothríðina.“ Síðan mun Ostrem hafa gengið hinn rólegasti út úr versluninni.
Walmart shooting incident, person and vehicle of interest, remain anonymous, call Crime Stoppers 720-913-7867 pic.twitter.com/PFNbEALpbG
— Thornton Police Dept (@ThorntonPolice) November 2, 2017