Mettap hjá Tesla og 3 mánaða seinkun Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 11:45 Tesla Model 3. Tesla greindi frá afkomu þriðja ársfjórðungs í gær sem markar mesta tap félagsins á einum ársfjórðungi. Tapið nam ríflega 64 milljörðum króna og lækkaði verð hlutabréfa í Tesla um 5% við fréttirnar. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi Tesla greindi einnig frá því að ekki hefði tekist að auka framleiðslumagn á nýjasta bíl fyrirtækisins, Tesla Model 3 og að fullum afköstum yrði ekki náð fyrr en seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, eða þremur mánuðum seinna en fyrr var áætlað. Þær fréttir gleðja vart þá 500.000 einstaklinga sem lagt hafa inn pöntun á Model 3 bílnum og hafa greitt inná bíla sína. Musk greindi frá því að Tesla stefndi enn af að ná heildarframleiðslu uppá 500.000 bíla á árinu 2018 sem væri þá sexföldun framleiðslunnar í fyrra. Tesla framleiddi aðeins 260 Model 3 bíla á þriðja ársfjórðungi ársins, en fyrri áætlanir sögðu til um 1.500 bíla framleiðslu. Tesla afgreiddi 26.150 bíla á þriðja ársfjórðungi, sem er aðeins 4,5% vöxtur frá fyrra ári. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent
Tesla greindi frá afkomu þriðja ársfjórðungs í gær sem markar mesta tap félagsins á einum ársfjórðungi. Tapið nam ríflega 64 milljörðum króna og lækkaði verð hlutabréfa í Tesla um 5% við fréttirnar. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi Tesla greindi einnig frá því að ekki hefði tekist að auka framleiðslumagn á nýjasta bíl fyrirtækisins, Tesla Model 3 og að fullum afköstum yrði ekki náð fyrr en seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, eða þremur mánuðum seinna en fyrr var áætlað. Þær fréttir gleðja vart þá 500.000 einstaklinga sem lagt hafa inn pöntun á Model 3 bílnum og hafa greitt inná bíla sína. Musk greindi frá því að Tesla stefndi enn af að ná heildarframleiðslu uppá 500.000 bíla á árinu 2018 sem væri þá sexföldun framleiðslunnar í fyrra. Tesla framleiddi aðeins 260 Model 3 bíla á þriðja ársfjórðungi ársins, en fyrri áætlanir sögðu til um 1.500 bíla framleiðslu. Tesla afgreiddi 26.150 bíla á þriðja ársfjórðungi, sem er aðeins 4,5% vöxtur frá fyrra ári.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent