Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. nóvember 2017 06:00 Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Fréttablaðið/Ernir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þetta herma öruggar heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær. Eins og kunnugt er höfðu deilur kraumað innan Framsóknarflokks allt frá vormánuðum 2016 sem enduðu með klofningi í aðdraganda nýafstaðinna kosninga þegar Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar varð til og vann góðan sigur í kosningunum. Framsóknarmenn eiga nú aðild að óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun við Vinstri græn, Pírata og Samfylkingu. Þrátt fyrir þær er ljóst að allir eru að tala saman, bæði innan og utan þeirra viðræðna, enda flókin staða í kortunum. Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn ræðast mjög við og náið er með Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum venju samkvæmt. Þá gæti spennan verið að slakna milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga sem galopnar á möguleika á stjórnarmyndunarviðræðum milli Framsóknarflokks, Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Katrín Jakobsdóttir fundaði stíft í gær með fulltrúum Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks. Málefni voru í fyrsta skipti rædd milli flokkanna fjögurra og auk þeirra mála sem allir flokkarnir settu á oddinn í nýafstöðnum kosningum; frekari uppbyggingar í velferðarmálum og menntamálum, hefur stjórnarskrána borið á góma í viðræðunum og bjart er yfir umræðum flokkanna um breytingar á stjórnarskrá samkvæmt heimildum blaðsins. Þá munu Evrópumálin ekki þvælast fyrir í mögulegu stjórnarsamstarfi þessara flokka samkvæmt heimildum blaðsins og ekki eru hafðar uppi kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður af hálfu neins flokks sem aðild á að þessum viðræðum. Til að styrkja þann meirihluta sem þessir fjórir flokkar gætu myndað hafa ýmsar leiðir verið ræddar. Auk þess möguleika að fá Viðreisn eða Flokk fólksins að borðinu, hefur Katrín ítrekað nefnt kosti þess að vinnubrögðin á Alþingi taki breytingum í þágu þverpólitísks samráðs þannig að mál séu unnin meira þvert á flokka. Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 hafði stjórnin misst meirihluta í mjög mörgum málum og til að koma málum í gegn reiddi hún sig á óformlegt bandalag við þrjá þingmenn Hreyfingarinnar og einnig um tíma við Guðmund Steingrímsson. Á þetta bendir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spurður um þessar hugmyndir Katrínar. Hann bendir þó á að margar aðrar útfærslur minnihlutastjórna eða stjórna með nauman meirihluta séu færar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sorglegt hvernig farið hefur fyrir Framsóknarflokknum, segir Gunnlaugur Sigmundsson sem er stoltur af árangri sonar síns og Miðflokksins í kosningunum. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þetta herma öruggar heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær. Eins og kunnugt er höfðu deilur kraumað innan Framsóknarflokks allt frá vormánuðum 2016 sem enduðu með klofningi í aðdraganda nýafstaðinna kosninga þegar Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar varð til og vann góðan sigur í kosningunum. Framsóknarmenn eiga nú aðild að óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun við Vinstri græn, Pírata og Samfylkingu. Þrátt fyrir þær er ljóst að allir eru að tala saman, bæði innan og utan þeirra viðræðna, enda flókin staða í kortunum. Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn ræðast mjög við og náið er með Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum venju samkvæmt. Þá gæti spennan verið að slakna milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga sem galopnar á möguleika á stjórnarmyndunarviðræðum milli Framsóknarflokks, Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Katrín Jakobsdóttir fundaði stíft í gær með fulltrúum Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks. Málefni voru í fyrsta skipti rædd milli flokkanna fjögurra og auk þeirra mála sem allir flokkarnir settu á oddinn í nýafstöðnum kosningum; frekari uppbyggingar í velferðarmálum og menntamálum, hefur stjórnarskrána borið á góma í viðræðunum og bjart er yfir umræðum flokkanna um breytingar á stjórnarskrá samkvæmt heimildum blaðsins. Þá munu Evrópumálin ekki þvælast fyrir í mögulegu stjórnarsamstarfi þessara flokka samkvæmt heimildum blaðsins og ekki eru hafðar uppi kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður af hálfu neins flokks sem aðild á að þessum viðræðum. Til að styrkja þann meirihluta sem þessir fjórir flokkar gætu myndað hafa ýmsar leiðir verið ræddar. Auk þess möguleika að fá Viðreisn eða Flokk fólksins að borðinu, hefur Katrín ítrekað nefnt kosti þess að vinnubrögðin á Alþingi taki breytingum í þágu þverpólitísks samráðs þannig að mál séu unnin meira þvert á flokka. Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 hafði stjórnin misst meirihluta í mjög mörgum málum og til að koma málum í gegn reiddi hún sig á óformlegt bandalag við þrjá þingmenn Hreyfingarinnar og einnig um tíma við Guðmund Steingrímsson. Á þetta bendir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spurður um þessar hugmyndir Katrínar. Hann bendir þó á að margar aðrar útfærslur minnihlutastjórna eða stjórna með nauman meirihluta séu færar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sorglegt hvernig farið hefur fyrir Framsóknarflokknum, segir Gunnlaugur Sigmundsson sem er stoltur af árangri sonar síns og Miðflokksins í kosningunum. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53
„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15
Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sorglegt hvernig farið hefur fyrir Framsóknarflokknum, segir Gunnlaugur Sigmundsson sem er stoltur af árangri sonar síns og Miðflokksins í kosningunum. 1. nóvember 2017 06:00