Fagnar dómi í ofbeldismáli móður gegn börnum: „Þau eiga góðar fjölskyldur núna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira