Aron Örn Stefánsson varð í morgun fyrsti íslenski karlinn sem nær lágmarki á Evrópumótið í 25 metra laug sem fram fer í Danmörku í byrjun desember.
Aron, sem syndir fyrir SH, náði lágmarkinu er hann keppti í undanrásum 100m skriðsunds á Íslandsmeistaramótinu sem fram fer í Laugardalslaug um helgina.
Hann synti á 48,89 sekúndum í undanrásunum, en lágmarkið er 49,67 sekúndur.
Úrslitin í 100m skriðsundinu, sem og síðustu úrslitasund mótsins, fara fram seinni partinn í dag.
