Óttast að Vínbúðin sprengi gatnakerfið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Ekki var hægt að opna verslun ÁTVR í Kauptúni í vikunni þar sem leyfi frá bæjarstjórn lá ekki fyrir. Breyta þarf gatnakerfinu þar. Vísir/eyþór Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira