Eins og lítill snjóbolti sem valt niður hæðina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:30 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti þeim Knúti Rafni og Helenu nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar. Skapti Örn Ólafsson Verðlaunin eru okkur mikil hvatning og klapp á bakið til áframhaldandi verka,“ segir Knútur Rafn Ármann í Friðheimum í Bláskógabyggð. Hann og kona hans, Helena Hermundardóttir, tóku á móti nýsköpunarverðlaunum Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 á fimmtudaginn úr hendi forseta Íslands. Knútur Rafn segir þau hjón deila verðlaununum með sínu frábæra starfsfólki sem sé búið að byggja þetta skemmtilega ævintýri upp með þeim í Friðheimum. Þar reka þau garðyrkjustöð og ferðaþjónustu sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum síðustu ár, ekki síst hestasýningarnar, tómatsúpan og brauðið sem boðið er upp á. En í hverju felst þeirra nýsköpun helst? „Aðallega í því að flétta saman tómataræktunina og ferðaþjónustuna og bjóða alla velkomna að fylgjast með því sem við erum að gera,“ segir Helena. „Svo fær fólk að smakka á afurðunum ef það vill. Við gefum okkur ekki út fyrir að vera með hefðbundið veitingahús heldur matarupplifun og bjóðum upp á ýmsa rétti þar sem tómatarnir koma við sögu. Hvort sem gestir koma í hópum eða sem einstaklingar kynnum við fyrir þeim hvað íslensk garðyrkja snýst um, hvernig við hitum upp gróðurhúsin með jarðvarma og hvernig rafmagnið verður til með vatnsaflinu. Svo vökvum við með okkar frábæra lindarvatni, notum engin eiturefni heldur einungis lífrænar varnir og erum með býflugur til sýnis, þær gegna veigamiklu hlutverki við að frjóvga blómin svo við fáum góða uppskeru.“ Helena stýrir ræktuninni en Knútur Rafn ferðaþjónustunni. „Við erum með mjög gott starfsfólk en erum mikið sýnileg sjálf,“ segir Helena. Hún segir þau hafa byrjað með hestasýningar 2008 því hestar séu ær og kýr Knúts Rafns! „En svo fórum við að bjóða í gróðurhúsið líka og gestum hefur fjölgað mikið. Við fengum þúsund gesti fyrsta árið en í fyrra voru þeir 130 þúsund og ég held það stefni í 150-160 þúsund á þessu ári þannig að þessi litla hliðarbúgrein, að bjóða gestum heim á bæ að skoða hestana, hefur aðeins undið upp á sig. En við höfum aldrei auglýst heldur hefur starfsemin verið eins og lítill snjóbolti sem valt niður hæðina og stækkaði og stækkaði.“ Garðyrkja Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Verðlaunin eru okkur mikil hvatning og klapp á bakið til áframhaldandi verka,“ segir Knútur Rafn Ármann í Friðheimum í Bláskógabyggð. Hann og kona hans, Helena Hermundardóttir, tóku á móti nýsköpunarverðlaunum Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 á fimmtudaginn úr hendi forseta Íslands. Knútur Rafn segir þau hjón deila verðlaununum með sínu frábæra starfsfólki sem sé búið að byggja þetta skemmtilega ævintýri upp með þeim í Friðheimum. Þar reka þau garðyrkjustöð og ferðaþjónustu sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum síðustu ár, ekki síst hestasýningarnar, tómatsúpan og brauðið sem boðið er upp á. En í hverju felst þeirra nýsköpun helst? „Aðallega í því að flétta saman tómataræktunina og ferðaþjónustuna og bjóða alla velkomna að fylgjast með því sem við erum að gera,“ segir Helena. „Svo fær fólk að smakka á afurðunum ef það vill. Við gefum okkur ekki út fyrir að vera með hefðbundið veitingahús heldur matarupplifun og bjóðum upp á ýmsa rétti þar sem tómatarnir koma við sögu. Hvort sem gestir koma í hópum eða sem einstaklingar kynnum við fyrir þeim hvað íslensk garðyrkja snýst um, hvernig við hitum upp gróðurhúsin með jarðvarma og hvernig rafmagnið verður til með vatnsaflinu. Svo vökvum við með okkar frábæra lindarvatni, notum engin eiturefni heldur einungis lífrænar varnir og erum með býflugur til sýnis, þær gegna veigamiklu hlutverki við að frjóvga blómin svo við fáum góða uppskeru.“ Helena stýrir ræktuninni en Knútur Rafn ferðaþjónustunni. „Við erum með mjög gott starfsfólk en erum mikið sýnileg sjálf,“ segir Helena. Hún segir þau hafa byrjað með hestasýningar 2008 því hestar séu ær og kýr Knúts Rafns! „En svo fórum við að bjóða í gróðurhúsið líka og gestum hefur fjölgað mikið. Við fengum þúsund gesti fyrsta árið en í fyrra voru þeir 130 þúsund og ég held það stefni í 150-160 þúsund á þessu ári þannig að þessi litla hliðarbúgrein, að bjóða gestum heim á bæ að skoða hestana, hefur aðeins undið upp á sig. En við höfum aldrei auglýst heldur hefur starfsemin verið eins og lítill snjóbolti sem valt niður hæðina og stækkaði og stækkaði.“
Garðyrkja Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira