Garðyrkja

„í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi verkalýðsfélaga og garðyrkjunnar
„í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi, sem tók formlega í gildi í dag en kerfið sýnir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningum og reglum vinnumarkaðarins. Garðyrkjubændur ríða á vaðið með nýja kerfið í samvinnu við Báruna stéttarfélag, Framsýn stéttarfélag og Sölufélag garðyrkjumanna.

Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum
Garðyrkjufólk hefur áhyggjur af fyrirhugaðri bjórhátið sem á að halda í lystigarði bæjarins í næsta mánuði. Formaður Garðyrkjufélags Íslands segir augljósa áhættu fólgna í því að bjóða ölvuðu fólki að sitja að sumbli innan um óbætanlegar plöntur. Skipuleggjandi segir aldrei hafa verið gengið illa um garðinn á fyrri hátíðum.

Slá færri svæði í nafni sjálfbærni
Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra.

Missti nánast sjónina þegar sláttuorf skaut steini í annað augað
Óttarr Makuch veitingamaður segist nánast hafa misst sjónina í öðru auganu þegar garðyrkjumaður skaut óvart steini í augað á honum með sláttuorfi. Garðyrkjufyrirtækið harmar að slysið hafi orðið og segist búið að ræða við starfsmanninn.

Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans
Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin.

Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis?
Taktu þátt í skemmtilegum vorleik hér á Vísi og þú gætir unnið glæsilega vinninga sem nýtast vel í vorverkin sem eru framundan og í garðinn í sumar. Vel valdir samstarfsaðilar hafa sett saman flottan pakka sem heppinn lesandi fær í sinn hlut.

Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði
Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld.

Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll
Nýlega opnuðu Garðheimar sérstaka deild fyrir þýska gæðamerkið Stihl sem m.a. framleiðir slátturorf, keðjusagir, hleðsluverkfæri og ýmis rafmagnstæki. Stihl vörurnar hafa verið seldar hér á landi í næstum hálfa öld og njóta mikilla vinsælda meðal landsmanna. Um helgina verða tilboð á völdum Stihl vörum og öðrum vörum í Garðheimum á svo kölluðum Garðadögum.

„Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti
Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð.

Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn
Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar.

Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís
Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli.

Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum
Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu.

Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum
Hjón með garðyrkjustöð í Uppsveitum Árnessýslu þurfa að greiða vel yfir tíu milljónir króna á mánuði vegna rafmagns í gróðurhúsum sínum. Þau óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu hætta að rækta íslenskt grænmeti vegna háa raforkuverðsins, sem sé að sliga bændur.

Flóra er ekki fjölbreytni....
heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar.

Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ekki hægt að kenna nýjum viðskiptavettvangi með raforku um raforkuverðshækkanir. Þá sé ekki hægt að sakast við Landsvirkjun sjálfa, ástæðan væri þegar fyrirséður raforkuskortur.

Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast
Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir raforkuverð til garðyrkjubænda hafa hækkað um allt að hundrað prósent á örfáum árum. Haldi þróunin áfram gætu bændur lagt upp laupana.

Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð
Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur.

Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri
Ræktun á bönunum er hafin í Hafnarfirði en ræktandinn, sem flutti inn til landsins litla plöntu gafst upp á að vera með hana heima hjá sér því hún óx svo hratt. Þá var farið með plöntuna í hesthús eigandans, en þar óx hún líka svo hratt, sem varð til þess að hún endaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Plantan hefur gefið af sér tvo hundrað og fimmtíu bananaklasa.

Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt
Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili.

Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð
Formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna segir garðyrkjubændur standa frammi fyrir hátt í 25 prósenta hækkun í verði á raforku sem fæstir bændur geti staðið undir. Hann segist ekki vilja að talað sé um íslenskan garðyrkju í þátíð og segi öryggisleysi almennings í orkumálum óboðlegt.

„Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn
Í vikunni heimsótti ég garðyrkjubændur á Suðurlandi. Úti var dimmur nóvember og veturinn minnti á sig með ísköldum vindkviðum, en inni í gróðurhúsunum ríkti hlýja og birta. Þar var lífið fullt af litum og ferskum ilmi.

Rækta grænmetið undir fótum viðskiptavina
Nýr veitingastaður var að opna í stóru gróðurhúsi með glergólfi þar sem ræktað er grænmeti undir glergólfinu. Staðurinn heitir Sól veitingastaður.

Það mikilvægasta og það auðveldasta til að gera í garðinum
Hjörleifur Björnsson framkvæmdastjóri Garðaþjónustu Reykjavíkur segir ekki of seint að ráðast í að gera garðinn huggulegan þetta árið. Mikilvægt sé að huga að garðinum til að viðhalda virði eignarinnar. Hjörleifur er með ráð undir rifi hverju um hvað sé mikilvægast að gera og hvað sé auðveldast.

Einir yngstu garðyrkjubændur landsins eru í Norðlingaholti
Á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti rækta börnin ýmiskonar grænmeti, kryddjurtir og plöntur í nýju gróðurhúsi. Það sem er ræktað endar á diskum barnanna, sem finnst flestum kálið vera best.

Handgerðir leirpottar fyrir kröfuharða kaupendur
Hjónin Kristín Jónsdóttir og Rafn E Magnusson heilluðust af keramik pottunum frá Kretakotta þegar þau bjuggu í Svíþjóð. Pottarnir koma frá bænum Thrapsano á Krít og eru unnir úr sérvöldum jarðleir með „lifandi“ yfirborði sem veðrast og þroskast og verður því fallegra með tímanum.

Ræktar 95 tegundir af túlípönum í Mosfellsdal
Túlípanar eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli til tækifærisgjafa eða bara til að hafa heima á stofuborðinu. Í gróðrarstöð í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 mismunandi tegundir af túlípönum.

Blóm og plöntur sem þola kuldann
Þó sumarið sé sannarlega komið hjá okkur er víða ekki orðið mjög sumarlegt enn þá.

Útimarkaðurinn í Mosó hættir
Ákveðið hefur verið að útimarkaði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, verði hætt nú í sumar.

Mættu tímanlega í pallaráðgjöf hjá BYKO
Viðskiptavinum BYKO gefst kostur á faglegri pallaráðgjöf auk ráðgjafar þegar kemur að skipulagi garðsins almennt.

Fyrrverandi leikmaður Arsenal orðin garðyrkjustjarna
Líf Henris Lansbury, fyrrverandi leikmanns Arsenal og fleiri liða, hefur tekið áhugaverða stefnu eftir að hann lagði skóna á hilluna.