Segja viðræður ekki koma til greina Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 19:19 Kóreumenn segja að þörf sé á kjarnorkuvopnum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu segja að þeir muni ekki ganga að samningaborðinu og semja um að hætta þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn. Ekki á meðan Suður-Kóreu og Bandaríkin haldi heræfingum sínum áfram. Kóreumenn segja að þörf sé á vopnunum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Þetta segir Han Tea Song, sendiherra Norður-Kóreu í Genf, í samtali við Reuters. Hann gerði einnig lítið úr þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkin eru að undirbúa og umræðu um að bæta Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðji hryðjuverkaaðgerðir. „Svo lengi sem að sífelldar ógnanir frá Bandaríkjunum beinast gegn landi mínu og stríðsleikir eru haldnir á þröskuldi okkar, koma viðræður ekki til greina.“ Han sagði einnig að hann teldi ljóst að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum væri ætlað að fella stjórnvöld Norður-Kóreu og skapa hörmungarástand í landinu.Leita nýrra leiða Komi Norður-Kórea upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu borið þau til Bandaríkjanna gæti reynst erfitt að skjóta þær niður á leiðinni. Ríkisstjórn Donald Trump er því að leita nýrra leiða til að takast á við einræðisríkið óútreiknanlega.Samkvæmt frétt New York Times bað ríkisstjórnin nýverið um fjögurra milljarða dala fjárveitingu. Þeim fjármunum er ætlað að finna leiðir til að beita tölvuárásum til að koma í veg yfir eða skemma eldflaugaskot Norður-Kóreu. Einnig stendur til að þróa leiðir til að nota dróna og orrustuþotur til að skjóta eldflaugar niður skömmu eftir að þeim er skotið á loft.Einnig stendur til að betrumbæta eldflaugavarnarkerfið á vesturströnd Bandaríkjanna. Nýr ákafi hefur myndast til að finna leiðir til að takast á við eldflaugarnar vegna þeirrar hröðu framþróunar sem hefur átt sér stað í eldflauga-áætlun Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja að þeir muni ekki ganga að samningaborðinu og semja um að hætta þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn. Ekki á meðan Suður-Kóreu og Bandaríkin haldi heræfingum sínum áfram. Kóreumenn segja að þörf sé á vopnunum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Þetta segir Han Tea Song, sendiherra Norður-Kóreu í Genf, í samtali við Reuters. Hann gerði einnig lítið úr þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkin eru að undirbúa og umræðu um að bæta Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðji hryðjuverkaaðgerðir. „Svo lengi sem að sífelldar ógnanir frá Bandaríkjunum beinast gegn landi mínu og stríðsleikir eru haldnir á þröskuldi okkar, koma viðræður ekki til greina.“ Han sagði einnig að hann teldi ljóst að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum væri ætlað að fella stjórnvöld Norður-Kóreu og skapa hörmungarástand í landinu.Leita nýrra leiða Komi Norður-Kórea upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu borið þau til Bandaríkjanna gæti reynst erfitt að skjóta þær niður á leiðinni. Ríkisstjórn Donald Trump er því að leita nýrra leiða til að takast á við einræðisríkið óútreiknanlega.Samkvæmt frétt New York Times bað ríkisstjórnin nýverið um fjögurra milljarða dala fjárveitingu. Þeim fjármunum er ætlað að finna leiðir til að beita tölvuárásum til að koma í veg yfir eða skemma eldflaugaskot Norður-Kóreu. Einnig stendur til að þróa leiðir til að nota dróna og orrustuþotur til að skjóta eldflaugar niður skömmu eftir að þeim er skotið á loft.Einnig stendur til að betrumbæta eldflaugavarnarkerfið á vesturströnd Bandaríkjanna. Nýr ákafi hefur myndast til að finna leiðir til að takast á við eldflaugarnar vegna þeirrar hröðu framþróunar sem hefur átt sér stað í eldflauga-áætlun Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira