Fjórföld VWeisla hjá Heklu Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 12:30 Volkswagen Arteon er stór og tæknihlaðinn fólksbíll. Á morgun laugardag verður fjórföld frumsýningarveisla hjá Heklu þegar frumsýndir verða fjórir magnaðir bílar frá Volkswagen. Sjö manna Tiguan Allspace, sendibíll ársins Volkswagen Crafter, lúxusbílinn Arteon og nýr gjörbreyttur og stærri Volkswagen Polo. Sjöttu kynslóðar Volkswagen Polo hefur verið beðið eftir í nokkurn tíma og þykir hún hafa heppnast einkar vel en Polo fagnar 42 ára afmæli sínu um þessar mundir. Polo hefur stækkað töluvert, er sportlegur og ljómar af sjálfsöryggi. Hann er traustur farkostur, fallegur og góður í akstri. Volkswagen Tiguan Allspace er ný útgáfa af Tiguan og fæst sjö manna. Hann býr yfir enn meira plássi, er enn fjölskylduvænni og enn betri! Þrjár sætaraðir eru í Tiguan Allspace en ef þriðja sætaröðin er felld niður er gríðarstórt 760 lítra farangursrými í bílnum. Hægt verður að reynsluaka Tiguan Allspace á frumsýningunni á morgun. Með nýja Arteon kynnir Volkswagen til sögunnar sannkallaðan lúxusbíl með sterkum og einkennandi svip sem gæðir sérhvern dag meira lífi. Straumlínulagaðar hliðar, rammalausir hliðargluggar, svipsterkur afturhluti – Arteon grípur augað hvert sem litið er. Sendibíll ársins (International van of the year) er nýr Volkswagen Crafter. Hann er sparneytinn, hagkvæmur og áreiðanlegur og býður upp á hagnýtar lausnir fyrir daglega notkun sem uppfylla ólíkar væntingar viðskiptavina. Hann er í boði með 8 þrepa sjálfskiptingu og fram-, aftur- og fjórhjóladrifi. „Okkur þykir einkar skemmtilegt að geta frumsýnt saman þessa ólíku bíla á morgun og sýna þá breidd sem Volkswagen býður upp á. Við höfum beðið spennt eftir að geta sýnt þessar nýjungar. Við teljum að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur og hvetjum fólk til að líta við,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Volkswagen.Volkswagen Tiguan Allspace.Volkswagen Polo af sjöttu kynslóð.Volkswagen Crafter sendibíllinn. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Á morgun laugardag verður fjórföld frumsýningarveisla hjá Heklu þegar frumsýndir verða fjórir magnaðir bílar frá Volkswagen. Sjö manna Tiguan Allspace, sendibíll ársins Volkswagen Crafter, lúxusbílinn Arteon og nýr gjörbreyttur og stærri Volkswagen Polo. Sjöttu kynslóðar Volkswagen Polo hefur verið beðið eftir í nokkurn tíma og þykir hún hafa heppnast einkar vel en Polo fagnar 42 ára afmæli sínu um þessar mundir. Polo hefur stækkað töluvert, er sportlegur og ljómar af sjálfsöryggi. Hann er traustur farkostur, fallegur og góður í akstri. Volkswagen Tiguan Allspace er ný útgáfa af Tiguan og fæst sjö manna. Hann býr yfir enn meira plássi, er enn fjölskylduvænni og enn betri! Þrjár sætaraðir eru í Tiguan Allspace en ef þriðja sætaröðin er felld niður er gríðarstórt 760 lítra farangursrými í bílnum. Hægt verður að reynsluaka Tiguan Allspace á frumsýningunni á morgun. Með nýja Arteon kynnir Volkswagen til sögunnar sannkallaðan lúxusbíl með sterkum og einkennandi svip sem gæðir sérhvern dag meira lífi. Straumlínulagaðar hliðar, rammalausir hliðargluggar, svipsterkur afturhluti – Arteon grípur augað hvert sem litið er. Sendibíll ársins (International van of the year) er nýr Volkswagen Crafter. Hann er sparneytinn, hagkvæmur og áreiðanlegur og býður upp á hagnýtar lausnir fyrir daglega notkun sem uppfylla ólíkar væntingar viðskiptavina. Hann er í boði með 8 þrepa sjálfskiptingu og fram-, aftur- og fjórhjóladrifi. „Okkur þykir einkar skemmtilegt að geta frumsýnt saman þessa ólíku bíla á morgun og sýna þá breidd sem Volkswagen býður upp á. Við höfum beðið spennt eftir að geta sýnt þessar nýjungar. Við teljum að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur og hvetjum fólk til að líta við,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Volkswagen.Volkswagen Tiguan Allspace.Volkswagen Polo af sjöttu kynslóð.Volkswagen Crafter sendibíllinn.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent