Evrópusambandið vill sjálfvirkan hemlunarbúnað sem skyldu Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 09:17 Líklegt má telja að sjálfvirkur hemlunarbúnaður verði brátt skilda í nýjum bílum. Í mörgum bílum er sjálfvirk hemlun staðalbúnaður, en það á þó ekki við þá alla og margir sem kaupa slíka bíla bæta þeim kostnaði ekki við kaupin. Þessu vill Evrópusambandið breyta með því að skylda bílaframleiðendur til þess að bjóða alla sína bíla með sjálfvirkum hemlunarbúnaði. Þessi tillaga er komin uppá borðið og verður sett fram í mars á næsta ári til samþykkis. Þá mun Evrópusambandið einnig hvetja bílaframleiðendur til að útbúa bíla sína búnaði sem hjálpar ökumönnum að halda löglegum hraða. Þennan búnað má finna í u 30% nýrra bíla, en Evrópusambandið vill sjá hann í sem flestum. Þessar aðgerðir Evrópusambandsins eru hugsaðar til að auka öryggi allra í umferðinni, ekki bara ökumanna og farþega þeirra, heldur einnig gangandi og hjólandi umferðar. Sjálfvirk hemlun hefur samkvæmt rannsóknum minnkað árekstra um 38% og því sé mikið til þess unnið að útbúa alla bíla með þessari tækni, sem sé að auki ekki svo ýkja dýr í framleiðslu. Í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt að allir bílar framleiddir frá og með árinu 2022 verði með sjálfvirkri hemlun. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður
Í mörgum bílum er sjálfvirk hemlun staðalbúnaður, en það á þó ekki við þá alla og margir sem kaupa slíka bíla bæta þeim kostnaði ekki við kaupin. Þessu vill Evrópusambandið breyta með því að skylda bílaframleiðendur til þess að bjóða alla sína bíla með sjálfvirkum hemlunarbúnaði. Þessi tillaga er komin uppá borðið og verður sett fram í mars á næsta ári til samþykkis. Þá mun Evrópusambandið einnig hvetja bílaframleiðendur til að útbúa bíla sína búnaði sem hjálpar ökumönnum að halda löglegum hraða. Þennan búnað má finna í u 30% nýrra bíla, en Evrópusambandið vill sjá hann í sem flestum. Þessar aðgerðir Evrópusambandsins eru hugsaðar til að auka öryggi allra í umferðinni, ekki bara ökumanna og farþega þeirra, heldur einnig gangandi og hjólandi umferðar. Sjálfvirk hemlun hefur samkvæmt rannsóknum minnkað árekstra um 38% og því sé mikið til þess unnið að útbúa alla bíla með þessari tækni, sem sé að auki ekki svo ýkja dýr í framleiðslu. Í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt að allir bílar framleiddir frá og með árinu 2022 verði með sjálfvirkri hemlun.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður