Frestur þýsku flokkanna runninn út Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2017 08:56 Angela Merkel Þýskalandskanslari í nótt. Vísir/afp Enn bólar ekkert á nýrri ríkisstjórn í Þýskalandi en frestur Kristilegra demókrata (CDU, CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja til að ná samkomulagi og hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður rann út í nótt. Flokkarnir hafa ekki náð saman í viðræðum sínum um meðal annars innflytjendamál og efnahagsmál. Fulltrúar flokkanna luku fundi sínum klukkan fjögur í nótt og sögðust ætla taka sér nokkurra klukkustunda hlé og halda svo viðræðum áfram í dag. Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og virðist eina mögulega stjórnin sem hægt er að mynda vera stjórn þessara flokka. Sigli viðræður í strand þykir líklegt að boða þurfi til nýrra kosninga. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, segir flokksmenn enn telja það vera rétt að leggja alla orku í myndun þessarar stjórnar. Þó sé ljóst að viðræðurnar hafi verið erfiðar. Wolfgang Kubicki, varaformaður FDP, sagðist vera mjög gramur að viðræður síðustu fjögurra vikna hafi ekki skilað árangri. Græninginn Michael Kellner segir flokkanna enn eiga langt í land. „Ekkert hefur verið samþykkt, engu hefur verið hafnað.“ Svokölluð „Jamaíkustjórn“ hefur aldrei áður starfað saman á landsvísu í Þýskalandi. Hefð er fyrir því í Þýskalandi að nefna stjórnir eftir löndum. Eru þá einkennislitir viðkomandi flokka heimfærðir upp á fánaliti einhvers lands. Einkennislitur Kristilegra demókrata er svartur, Græningja grænn og Frjálslynda flokksins gulur. Ákveðið var að reyna myndun slíkrar stjórnar eftir að stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í konsningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Enn bólar ekkert á nýrri ríkisstjórn í Þýskalandi en frestur Kristilegra demókrata (CDU, CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja til að ná samkomulagi og hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður rann út í nótt. Flokkarnir hafa ekki náð saman í viðræðum sínum um meðal annars innflytjendamál og efnahagsmál. Fulltrúar flokkanna luku fundi sínum klukkan fjögur í nótt og sögðust ætla taka sér nokkurra klukkustunda hlé og halda svo viðræðum áfram í dag. Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og virðist eina mögulega stjórnin sem hægt er að mynda vera stjórn þessara flokka. Sigli viðræður í strand þykir líklegt að boða þurfi til nýrra kosninga. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, segir flokksmenn enn telja það vera rétt að leggja alla orku í myndun þessarar stjórnar. Þó sé ljóst að viðræðurnar hafi verið erfiðar. Wolfgang Kubicki, varaformaður FDP, sagðist vera mjög gramur að viðræður síðustu fjögurra vikna hafi ekki skilað árangri. Græninginn Michael Kellner segir flokkanna enn eiga langt í land. „Ekkert hefur verið samþykkt, engu hefur verið hafnað.“ Svokölluð „Jamaíkustjórn“ hefur aldrei áður starfað saman á landsvísu í Þýskalandi. Hefð er fyrir því í Þýskalandi að nefna stjórnir eftir löndum. Eru þá einkennislitir viðkomandi flokka heimfærðir upp á fánaliti einhvers lands. Einkennislitur Kristilegra demókrata er svartur, Græningja grænn og Frjálslynda flokksins gulur. Ákveðið var að reyna myndun slíkrar stjórnar eftir að stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í konsningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31
Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13