Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 10:00 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir „Erindið er til skoðunar í ráðuneytinu. Ég held að það sé mjög mikilvægt í ljósi umræðunnar, bæði hér á landi og erlendis, að það sé stuðst við rannsóknir á þessu,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra um fréttir af valdaójafnvægi og kynferðislega áreitni innan leiklistarsamfélagsins hér á landi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist.“ Mikil þöggun í þessum geira Birna Hafstein formaður Félags íslenskra leikara sagði í samtali við Vísi í vikunni að hún hefði óskað eftir því að þessi mál væru rannsökuð af fagfólki. Hefur hún lagt fram formlega beiðni um slíkt hjá Þorsteini og einnig Kristjáni Þór Júlíussyni mennta- og menningarmálaráðherra og óskaði eftir samstarfi ráðuneytanna. „Þetta eru alvarleg brot. Það er mikil þöggun í þessum geira og ekki síst hér á Íslandi, í þessu litla samfélagi, í þessu vinasamfélagi. Þetta eru allt vinir, þetta er bara ein stór fjölskylda. Þar af leiðandi get ég ekki sagt hvort það sé hlutfallslega meira eða minna af þessu hér, þetta verður bara að skoða. Ég held að í ljósi nýjustu frétta frá Norðurlöndum þá er ekkert annað í boði en að skoða þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi „Ráðuneytið er að skoða, þar á meðal í samvinnu við menntamálaráðuneytið með hvaða hætti sé hægt að koma að eða stuðla að slíkri rannsókn. Það er ekki komin niðurstaða í það ennþá.“ Hann segir að þetta heyri ekki beint undir hans ráðuneyti en undir jafnréttismálin sé kynbundið ofbeldi og áhyggjur af þróun mála þar, veigamikill þáttur. „Við eigum auðvitað ekki beina aðkomu að þeim stofnunum sem þarna eiga í hlut en erum að skoða með hvaða hætti og þá mögulega í samstarfi við menntamálaráðuneytið og þá félagið sjálft, hvernig við gætum komið að málinu.“ Mál sem verða að vera í forgangiÞorsteinn segir að hann geti ekki gefið upp nákvæmlega hversu langan tíma það taki að ákveða næstu skref í skoðun á þessum málum. „Ég tel að eðli málsins samkvæmt þá eigi það ekki að þurfa að taka mjög langan tíma. Við erum að skoða í hvaða formi það gæti verið.“ Hann segir að nánari skoðun verði þó í forgangi. „Ég held að það liggi alveg í augum uppi að þetta eru gríðarlega mikilvæg mál og verði að vera í miklum forgangi hjá stjórnvöldum hverju sinni að hjálpa til við að uppræta svona menningu eins og þarna er lýst.“ Hann á von á því að hart verði tekið á þessum málum hér á landi. „Þetta eru grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni.“ Birna Hafsein formaður Félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. Ber skylda til að grípa til aðgerðaAð mati Þorsteins liggur ábyrgðin í þessum málum fyrst og fremst hjá viðkomandi stofnunum eða fyrirtækjum sem líkt og önnur fyrirtæki og aðrar stofnanir í landinu þurfa að taka alvarlega ásakanir og ábendingar sem þessar. „Það er fyrst og fremst æskilegt að þessir aðilar taki málið upp sjálfir og þegar ásakanir, til dæmis um kynferðislega áreitni, koma upp í fyrirtækjum þá ber þeim skilda til að kanna vandlega hvað liggur að baki og grípa til aðgerða til að uppræta. Ég held að þar sé auðvitað mjög mikilvægt að viðkomandi menningarstofnanir taki þessar ásakanir mjög alvarlega og sýni frumkvæði líka í að rannsaka og uppræta slíkt umhverfi. Í ráðuneytinu erum við jafnframt að skoða með hvaða hætti við getum komið að eða stutt við málsmeðferðina sem slíka.“ Hann segir eðlilegt að kallað sé eftir viðbrögðum frá þeim stofnunum sem þarna eiga í hlut og heyra beint eða óbeint undir ráðuneytið, til að kanna með hvaða hætti þær hyggist bregðast við ásökunum og við því sem kæmi út úr rannsókn á þessum málum. Vísir ræddi við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra og höfðu flestir sömu sögu að segja, fá mál sem þessi hafa komið upp á þeirra borð. „Ég fagna þessari umræðu og mér finnst ótrúlega mikilvægt skref að það sé verið að ræða þessa hluti,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Auðvitað er það eðlilegt og jákvætt að öll mál séu rannsökuð og skoðuð á faglegan hátt. Það er alveg eðlilegt umræðan sé opnuð í ljósi þess sem er að gerast erlendis,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins og fyrrum leikstjóri Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins. „Aðspurð og í ljósi umræðunnar verð ég að segja að ég hef ekki orðið vör við neins konar misbeitingu valds innan þessa geira. Áreiti hef ég orðið vör við, en ekki kynferðisofbeldi,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir fyrrum leikhússtjóri Þjóðleikhússins. „Ef það er eitthvað í þessum áætlunum og þessu verklagi sem að má betur fara þá fagna ég því að það komi fram einhverjar athugasemdir því við viljum gera eins vel og við mögulega getum,“ segir Ari Matthíasson leikhússtjóri Þjóðleikhússins og fagnar hann þessari umræðu. Þorsteinn segir eðlilegt að kalla eftir viðbrögðum frá þeim stofnunum sem eiga í hlut.Vísir/GVA Ber að taka alvarlegaAðspurður hvort horft verði til hinna Norðurlandanna varðandi hvernig er verið að vinna á rannsókn á misbeitingu valds, áreitni og kynferðisbrotum innan leiklistarinnar þar svarar Þorsteinn: „Ég held að það sé mjög æskilegt að horfa til Svía og hvernig þeir brugðust við málunum þar af ákveðni.“ Þann 10. nóvember síðastliðinn stigu fram tæplega 600 sænskar leikkonur og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega í opnu bréfi. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, kallaði í kjölfarið stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Sænsku konurnar bættust þannig í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein. Sjá einnig: Sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ „Þetta eru mjög sláandi tölur, og í rauninni bara öll umræðan sem verið hefur á heimsvísu í kjölfar #MeToo umræðunnar er mjög sláandi. Ég held að þetta sé mun víðtækara og algengara en maður hefði geta gert sér í hugarlund. Miðað við þær lýsingar og þá umræðu sem uppi er hér á landi þá ber að taka þetta mjög alvarlega.“ Þorsteinn segir erfitt að segja til um það hvort tölurnar verði svona hlutfallslega háar á Íslandi eins og til dæmis í Svíþjóð. „Maður vonar það svo sannarlega að þetta sé ekki að viðgangast hér á landi í neinni líkingu við þær lýsingar sem við heyrum frá nágrannalöndum okkar en það er auðvitað erfitt að fullyrða neitt um það fyrr en að málin hafa verið rannsökuð.“ MeToo Leikhús Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump titlar sig konung Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Fleiri fréttir Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Sjá meira
„Erindið er til skoðunar í ráðuneytinu. Ég held að það sé mjög mikilvægt í ljósi umræðunnar, bæði hér á landi og erlendis, að það sé stuðst við rannsóknir á þessu,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra um fréttir af valdaójafnvægi og kynferðislega áreitni innan leiklistarsamfélagsins hér á landi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist.“ Mikil þöggun í þessum geira Birna Hafstein formaður Félags íslenskra leikara sagði í samtali við Vísi í vikunni að hún hefði óskað eftir því að þessi mál væru rannsökuð af fagfólki. Hefur hún lagt fram formlega beiðni um slíkt hjá Þorsteini og einnig Kristjáni Þór Júlíussyni mennta- og menningarmálaráðherra og óskaði eftir samstarfi ráðuneytanna. „Þetta eru alvarleg brot. Það er mikil þöggun í þessum geira og ekki síst hér á Íslandi, í þessu litla samfélagi, í þessu vinasamfélagi. Þetta eru allt vinir, þetta er bara ein stór fjölskylda. Þar af leiðandi get ég ekki sagt hvort það sé hlutfallslega meira eða minna af þessu hér, þetta verður bara að skoða. Ég held að í ljósi nýjustu frétta frá Norðurlöndum þá er ekkert annað í boði en að skoða þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi „Ráðuneytið er að skoða, þar á meðal í samvinnu við menntamálaráðuneytið með hvaða hætti sé hægt að koma að eða stuðla að slíkri rannsókn. Það er ekki komin niðurstaða í það ennþá.“ Hann segir að þetta heyri ekki beint undir hans ráðuneyti en undir jafnréttismálin sé kynbundið ofbeldi og áhyggjur af þróun mála þar, veigamikill þáttur. „Við eigum auðvitað ekki beina aðkomu að þeim stofnunum sem þarna eiga í hlut en erum að skoða með hvaða hætti og þá mögulega í samstarfi við menntamálaráðuneytið og þá félagið sjálft, hvernig við gætum komið að málinu.“ Mál sem verða að vera í forgangiÞorsteinn segir að hann geti ekki gefið upp nákvæmlega hversu langan tíma það taki að ákveða næstu skref í skoðun á þessum málum. „Ég tel að eðli málsins samkvæmt þá eigi það ekki að þurfa að taka mjög langan tíma. Við erum að skoða í hvaða formi það gæti verið.“ Hann segir að nánari skoðun verði þó í forgangi. „Ég held að það liggi alveg í augum uppi að þetta eru gríðarlega mikilvæg mál og verði að vera í miklum forgangi hjá stjórnvöldum hverju sinni að hjálpa til við að uppræta svona menningu eins og þarna er lýst.“ Hann á von á því að hart verði tekið á þessum málum hér á landi. „Þetta eru grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni.“ Birna Hafsein formaður Félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. Ber skylda til að grípa til aðgerðaAð mati Þorsteins liggur ábyrgðin í þessum málum fyrst og fremst hjá viðkomandi stofnunum eða fyrirtækjum sem líkt og önnur fyrirtæki og aðrar stofnanir í landinu þurfa að taka alvarlega ásakanir og ábendingar sem þessar. „Það er fyrst og fremst æskilegt að þessir aðilar taki málið upp sjálfir og þegar ásakanir, til dæmis um kynferðislega áreitni, koma upp í fyrirtækjum þá ber þeim skilda til að kanna vandlega hvað liggur að baki og grípa til aðgerða til að uppræta. Ég held að þar sé auðvitað mjög mikilvægt að viðkomandi menningarstofnanir taki þessar ásakanir mjög alvarlega og sýni frumkvæði líka í að rannsaka og uppræta slíkt umhverfi. Í ráðuneytinu erum við jafnframt að skoða með hvaða hætti við getum komið að eða stutt við málsmeðferðina sem slíka.“ Hann segir eðlilegt að kallað sé eftir viðbrögðum frá þeim stofnunum sem þarna eiga í hlut og heyra beint eða óbeint undir ráðuneytið, til að kanna með hvaða hætti þær hyggist bregðast við ásökunum og við því sem kæmi út úr rannsókn á þessum málum. Vísir ræddi við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra og höfðu flestir sömu sögu að segja, fá mál sem þessi hafa komið upp á þeirra borð. „Ég fagna þessari umræðu og mér finnst ótrúlega mikilvægt skref að það sé verið að ræða þessa hluti,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Auðvitað er það eðlilegt og jákvætt að öll mál séu rannsökuð og skoðuð á faglegan hátt. Það er alveg eðlilegt umræðan sé opnuð í ljósi þess sem er að gerast erlendis,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins og fyrrum leikstjóri Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins. „Aðspurð og í ljósi umræðunnar verð ég að segja að ég hef ekki orðið vör við neins konar misbeitingu valds innan þessa geira. Áreiti hef ég orðið vör við, en ekki kynferðisofbeldi,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir fyrrum leikhússtjóri Þjóðleikhússins. „Ef það er eitthvað í þessum áætlunum og þessu verklagi sem að má betur fara þá fagna ég því að það komi fram einhverjar athugasemdir því við viljum gera eins vel og við mögulega getum,“ segir Ari Matthíasson leikhússtjóri Þjóðleikhússins og fagnar hann þessari umræðu. Þorsteinn segir eðlilegt að kalla eftir viðbrögðum frá þeim stofnunum sem eiga í hlut.Vísir/GVA Ber að taka alvarlegaAðspurður hvort horft verði til hinna Norðurlandanna varðandi hvernig er verið að vinna á rannsókn á misbeitingu valds, áreitni og kynferðisbrotum innan leiklistarinnar þar svarar Þorsteinn: „Ég held að það sé mjög æskilegt að horfa til Svía og hvernig þeir brugðust við málunum þar af ákveðni.“ Þann 10. nóvember síðastliðinn stigu fram tæplega 600 sænskar leikkonur og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega í opnu bréfi. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, kallaði í kjölfarið stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Sænsku konurnar bættust þannig í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein. Sjá einnig: Sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ „Þetta eru mjög sláandi tölur, og í rauninni bara öll umræðan sem verið hefur á heimsvísu í kjölfar #MeToo umræðunnar er mjög sláandi. Ég held að þetta sé mun víðtækara og algengara en maður hefði geta gert sér í hugarlund. Miðað við þær lýsingar og þá umræðu sem uppi er hér á landi þá ber að taka þetta mjög alvarlega.“ Þorsteinn segir erfitt að segja til um það hvort tölurnar verði svona hlutfallslega háar á Íslandi eins og til dæmis í Svíþjóð. „Maður vonar það svo sannarlega að þetta sé ekki að viðgangast hér á landi í neinni líkingu við þær lýsingar sem við heyrum frá nágrannalöndum okkar en það er auðvitað erfitt að fullyrða neitt um það fyrr en að málin hafa verið rannsökuð.“
MeToo Leikhús Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump titlar sig konung Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Fleiri fréttir Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Sjá meira
Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00