Turninn malar gull í sjóði Hallgrímskirkju Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Útsýnið úr Hallgrímskirkjuturni malaði gull fyrir kirkjuna í fyrra. Vísir/Eyþór Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu 238 milljónum króna á síðasta ári. Það er tekjuaukning um ríflega 77 milljónir króna á milli ára. Framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir það fjölgun ferðamanna að þakka. Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í tekjuafgang á síðasta ári. Ríkisendurskoðun birti á þriðjudag yfirlit úr ársreikningum sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 334,7 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru 33,6 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem námu rúmum 272 milljónum króna, samanborið við 195 milljónir árið 2015. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá Hallgrímskirkju og þar kemur fram að af þessum 272 milljónum króna voru tekjur af útsýnispalli turnsins 238.244.653 kr. Aðgangseyrir að turninum er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Tekjur af turninum í fyrra jafngilda því að 264.716 fullorðnir einstaklingar hafi keypt sér ferð upp í turninn, eða 725 fullorðnir hvern einasta dag árið 2016. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir tekjur ársins í fyrra hafa verið meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. „Það er vegna fjölgunar ferðamanna sem kjósa að greiða fyrir ferð á útsýnispallinn í kirkjuturninum.“ Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju og eru mikilvægar rekstrinum. „Tekjur hafa verið nýttar til að endurgreiða lán vegna turnviðgerða 2008, kostnað við rekstur og viðhald kirkjunnar auk kostnaðarsamra steypuviðgerða á hliðarálmum kirkjunnar,“ segir Jónanna. Til samanburðar námu tekjur kirkjunnar af turnferðum 27,2 milljónum árið 2010 og hafa því hækkað um 775% á tímabilinu. Aðrar tekjur Hallgrímskirkju í fyrra voru meðal annars 5,3 milljónir í leigutekjur, 1,3 milljónir í messusamskot, 51 þúsund krónur vegna sölu minningarkorta og tæpar 18 milljónir króna af sölu annars varnings. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu 238 milljónum króna á síðasta ári. Það er tekjuaukning um ríflega 77 milljónir króna á milli ára. Framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir það fjölgun ferðamanna að þakka. Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í tekjuafgang á síðasta ári. Ríkisendurskoðun birti á þriðjudag yfirlit úr ársreikningum sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 334,7 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru 33,6 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem námu rúmum 272 milljónum króna, samanborið við 195 milljónir árið 2015. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá Hallgrímskirkju og þar kemur fram að af þessum 272 milljónum króna voru tekjur af útsýnispalli turnsins 238.244.653 kr. Aðgangseyrir að turninum er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Tekjur af turninum í fyrra jafngilda því að 264.716 fullorðnir einstaklingar hafi keypt sér ferð upp í turninn, eða 725 fullorðnir hvern einasta dag árið 2016. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir tekjur ársins í fyrra hafa verið meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. „Það er vegna fjölgunar ferðamanna sem kjósa að greiða fyrir ferð á útsýnispallinn í kirkjuturninum.“ Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju og eru mikilvægar rekstrinum. „Tekjur hafa verið nýttar til að endurgreiða lán vegna turnviðgerða 2008, kostnað við rekstur og viðhald kirkjunnar auk kostnaðarsamra steypuviðgerða á hliðarálmum kirkjunnar,“ segir Jónanna. Til samanburðar námu tekjur kirkjunnar af turnferðum 27,2 milljónum árið 2010 og hafa því hækkað um 775% á tímabilinu. Aðrar tekjur Hallgrímskirkju í fyrra voru meðal annars 5,3 milljónir í leigutekjur, 1,3 milljónir í messusamskot, 51 þúsund krónur vegna sölu minningarkorta og tæpar 18 milljónir króna af sölu annars varnings.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira