Turninn malar gull í sjóði Hallgrímskirkju Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Útsýnið úr Hallgrímskirkjuturni malaði gull fyrir kirkjuna í fyrra. Vísir/Eyþór Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu 238 milljónum króna á síðasta ári. Það er tekjuaukning um ríflega 77 milljónir króna á milli ára. Framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir það fjölgun ferðamanna að þakka. Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í tekjuafgang á síðasta ári. Ríkisendurskoðun birti á þriðjudag yfirlit úr ársreikningum sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 334,7 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru 33,6 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem námu rúmum 272 milljónum króna, samanborið við 195 milljónir árið 2015. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá Hallgrímskirkju og þar kemur fram að af þessum 272 milljónum króna voru tekjur af útsýnispalli turnsins 238.244.653 kr. Aðgangseyrir að turninum er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Tekjur af turninum í fyrra jafngilda því að 264.716 fullorðnir einstaklingar hafi keypt sér ferð upp í turninn, eða 725 fullorðnir hvern einasta dag árið 2016. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir tekjur ársins í fyrra hafa verið meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. „Það er vegna fjölgunar ferðamanna sem kjósa að greiða fyrir ferð á útsýnispallinn í kirkjuturninum.“ Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju og eru mikilvægar rekstrinum. „Tekjur hafa verið nýttar til að endurgreiða lán vegna turnviðgerða 2008, kostnað við rekstur og viðhald kirkjunnar auk kostnaðarsamra steypuviðgerða á hliðarálmum kirkjunnar,“ segir Jónanna. Til samanburðar námu tekjur kirkjunnar af turnferðum 27,2 milljónum árið 2010 og hafa því hækkað um 775% á tímabilinu. Aðrar tekjur Hallgrímskirkju í fyrra voru meðal annars 5,3 milljónir í leigutekjur, 1,3 milljónir í messusamskot, 51 þúsund krónur vegna sölu minningarkorta og tæpar 18 milljónir króna af sölu annars varnings. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu 238 milljónum króna á síðasta ári. Það er tekjuaukning um ríflega 77 milljónir króna á milli ára. Framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir það fjölgun ferðamanna að þakka. Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í tekjuafgang á síðasta ári. Ríkisendurskoðun birti á þriðjudag yfirlit úr ársreikningum sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 334,7 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru 33,6 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem námu rúmum 272 milljónum króna, samanborið við 195 milljónir árið 2015. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá Hallgrímskirkju og þar kemur fram að af þessum 272 milljónum króna voru tekjur af útsýnispalli turnsins 238.244.653 kr. Aðgangseyrir að turninum er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Tekjur af turninum í fyrra jafngilda því að 264.716 fullorðnir einstaklingar hafi keypt sér ferð upp í turninn, eða 725 fullorðnir hvern einasta dag árið 2016. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir tekjur ársins í fyrra hafa verið meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. „Það er vegna fjölgunar ferðamanna sem kjósa að greiða fyrir ferð á útsýnispallinn í kirkjuturninum.“ Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju og eru mikilvægar rekstrinum. „Tekjur hafa verið nýttar til að endurgreiða lán vegna turnviðgerða 2008, kostnað við rekstur og viðhald kirkjunnar auk kostnaðarsamra steypuviðgerða á hliðarálmum kirkjunnar,“ segir Jónanna. Til samanburðar námu tekjur kirkjunnar af turnferðum 27,2 milljónum árið 2010 og hafa því hækkað um 775% á tímabilinu. Aðrar tekjur Hallgrímskirkju í fyrra voru meðal annars 5,3 milljónir í leigutekjur, 1,3 milljónir í messusamskot, 51 þúsund krónur vegna sölu minningarkorta og tæpar 18 milljónir króna af sölu annars varnings.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur