Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2017 14:47 Snorri hefur leitað réttar síns fyrir dómstólum síðan 2012. Í gær fékk hann svo dæmdar 6,5 milljónir króna í bætur. Vísir/Auðunn Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, fær sex og hálfa milljón króna í bætur frá Akureyrarbæ. Snorri stefndi bænum vegna ólögmætrar uppsagnar. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri.„Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Uppsögn Snorra var dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Fór Snorri fram á 13,7 milljónir króna í bætur. „Ég þóttist setja fram rökstuddar og hóflegar kröfur en dómskerfið er greinilega á öðru máli,“ segir Snorri á Facebook-síðu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. „Ég velti því fyrir mér að ef dómararnir hér í HDNA væru dómarar í Kjararáði hvort launahækkanir þær sem dæmdar voru þingheimi og ráðherrum hefðu ekki verið mun lægri og róað stéttarfélög alþýðunnar? Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða!“ Tengdar fréttir Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði felldur úr gildi. 11. febrúar 2016 16:15 Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, fær sex og hálfa milljón króna í bætur frá Akureyrarbæ. Snorri stefndi bænum vegna ólögmætrar uppsagnar. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri.„Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Uppsögn Snorra var dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Fór Snorri fram á 13,7 milljónir króna í bætur. „Ég þóttist setja fram rökstuddar og hóflegar kröfur en dómskerfið er greinilega á öðru máli,“ segir Snorri á Facebook-síðu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. „Ég velti því fyrir mér að ef dómararnir hér í HDNA væru dómarar í Kjararáði hvort launahækkanir þær sem dæmdar voru þingheimi og ráðherrum hefðu ekki verið mun lægri og róað stéttarfélög alþýðunnar? Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða!“
Tengdar fréttir Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði felldur úr gildi. 11. febrúar 2016 16:15 Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18
Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði felldur úr gildi. 11. febrúar 2016 16:15
Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00
Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels