Heimilar kaup Stjörnugríss og Stjörnueggja á eignum Brúneggja Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 12:02 Fasteignafélagið Gjáholt tók við rekstri Brúneggja í mars á þessu ári. Vísir/Daníel Rúnarsson Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Stjörnugríss hf. og Stjörnueggja hf. á fasteignum og jörðum Gjáholts ehf., sem fyrr á árinu tók við rekstri Brúneggja. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á marköðum og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Því séu ekki forsendur fyrir því að koma í veg fyrir samrunann. Stjörnugrís starfrækir svínabú og sér um slátrun svína, vinnslu og sölu á slíkum afurðum. Stjörnuegg sinnir framleiðslu og sölu á eggjum. Með samrunanum kaupir Stjörnugrís meðal annars svínahús að Brautarholti 10. Í sama húsnæði hefur fyrirtækið Höndlun ehf. leigu þar sem það starfrækir svínaeldi í samkeppni við Stjörnugrís. Stjörnuegg kaupa síðan húsnæði sem hýsir núverandi eggjaframleiðslu Gjáholts að Stafholtsveggjum II og Brautarholti 5. Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. komst í fréttirnar í fyrra en fyrirtækið blekkti neytendur með því að auglýsa vistvæn egg. Í ljós kom að eggin voru ekki vistvæn og bjuggu hænur fyrirtækisins við slæman aðbúnað. Á sama tíma stóð fyrirtækið frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð á vegum Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Brúneggjamálið Samkeppnismál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Stjörnugríss hf. og Stjörnueggja hf. á fasteignum og jörðum Gjáholts ehf., sem fyrr á árinu tók við rekstri Brúneggja. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á marköðum og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Því séu ekki forsendur fyrir því að koma í veg fyrir samrunann. Stjörnugrís starfrækir svínabú og sér um slátrun svína, vinnslu og sölu á slíkum afurðum. Stjörnuegg sinnir framleiðslu og sölu á eggjum. Með samrunanum kaupir Stjörnugrís meðal annars svínahús að Brautarholti 10. Í sama húsnæði hefur fyrirtækið Höndlun ehf. leigu þar sem það starfrækir svínaeldi í samkeppni við Stjörnugrís. Stjörnuegg kaupa síðan húsnæði sem hýsir núverandi eggjaframleiðslu Gjáholts að Stafholtsveggjum II og Brautarholti 5. Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. komst í fréttirnar í fyrra en fyrirtækið blekkti neytendur með því að auglýsa vistvæn egg. Í ljós kom að eggin voru ekki vistvæn og bjuggu hænur fyrirtækisins við slæman aðbúnað. Á sama tíma stóð fyrirtækið frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð á vegum Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins.
Brúneggjamálið Samkeppnismál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira