Kia Stonic kynntur til leiks Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 09:11 Kia Stonic. Kia Stonic er nýr sportlegur borgarjepplingur sem verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl 12-16. Stonic státar af fallegu og nýstárlegu yfirbragði sem hægt er að persónugera. Mögulegt er að fá hann einlitan eða í tveimur litatónum, þar sem þakið og speglar eru í öðrum lit en bíllinn sjálfur. Þak bílsins fæst í fimm mismunandi litum og eru samtals tuttugu litaútfærslur í boði. Stonic er vel búinn þægindabúnaði og nýstárlegum tæknibúnaði. Innanrýmið er nútímalegt þar sem 7 tommu snertiskjár sem stendur upp úr mælaborðinu sér um að framkalla upplýsingar varðandi aksturinn, tónlistarval, símtöl og leiðsögukerfið. Hægt er að tengja símann við bílinn með Apple CarPlay og Android Auto. Stýrið í bílnum er fáanlegt D-laga sem gefur sérlega sportlegt yfirbragð. Bíllinn er búinn miklum öryggisbúnaði m.a. bakkmyndavél með viðmiðunarlínum, athyglisvara fyrir ökumann og blindblettsvara. AEB árekstrarvarinn styðst við myndavél og ratsjá til þess að greina önnur ökutæki eða vegfarendur á leið bílsins. Ef kerfið greinir hættu á árekstri aðvarar það ökumann og getur einnig, sé það svo stillt, beitt hemlum sjálfvirkt til að draga úr alvarleika ef árekstur verður. Ökumaður er með góða yfirsýn við akstur og aðgengi er gott en Stonic er með 18,3 cm undir lægst punkt sem telst mjög gott. Kia Stonic er í boði með 1,0 lítra T-GDI bensínvél með forþjöppu sem skilar 120 hestöflum og togið er 172 Nm. Vélin eyðir frá 5 lítrum á hundraðið og CO2 losunin er 115 g/km. Auk bensínvélarinnar er í boði 1.6 lítra dísilvél sem skilar 110 hestöflum. Togið er 260 Nm. Eyðslan í dísilútfærslunni er aðeins frá 4,2 lítrum á hundraðið. Stonic er líkt og aðrir Kia bílar með 7 ára ábyrgð, en það er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á á Íslandi. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Kia Stonic er nýr sportlegur borgarjepplingur sem verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl 12-16. Stonic státar af fallegu og nýstárlegu yfirbragði sem hægt er að persónugera. Mögulegt er að fá hann einlitan eða í tveimur litatónum, þar sem þakið og speglar eru í öðrum lit en bíllinn sjálfur. Þak bílsins fæst í fimm mismunandi litum og eru samtals tuttugu litaútfærslur í boði. Stonic er vel búinn þægindabúnaði og nýstárlegum tæknibúnaði. Innanrýmið er nútímalegt þar sem 7 tommu snertiskjár sem stendur upp úr mælaborðinu sér um að framkalla upplýsingar varðandi aksturinn, tónlistarval, símtöl og leiðsögukerfið. Hægt er að tengja símann við bílinn með Apple CarPlay og Android Auto. Stýrið í bílnum er fáanlegt D-laga sem gefur sérlega sportlegt yfirbragð. Bíllinn er búinn miklum öryggisbúnaði m.a. bakkmyndavél með viðmiðunarlínum, athyglisvara fyrir ökumann og blindblettsvara. AEB árekstrarvarinn styðst við myndavél og ratsjá til þess að greina önnur ökutæki eða vegfarendur á leið bílsins. Ef kerfið greinir hættu á árekstri aðvarar það ökumann og getur einnig, sé það svo stillt, beitt hemlum sjálfvirkt til að draga úr alvarleika ef árekstur verður. Ökumaður er með góða yfirsýn við akstur og aðgengi er gott en Stonic er með 18,3 cm undir lægst punkt sem telst mjög gott. Kia Stonic er í boði með 1,0 lítra T-GDI bensínvél með forþjöppu sem skilar 120 hestöflum og togið er 172 Nm. Vélin eyðir frá 5 lítrum á hundraðið og CO2 losunin er 115 g/km. Auk bensínvélarinnar er í boði 1.6 lítra dísilvél sem skilar 110 hestöflum. Togið er 260 Nm. Eyðslan í dísilútfærslunni er aðeins frá 4,2 lítrum á hundraðið. Stonic er líkt og aðrir Kia bílar með 7 ára ábyrgð, en það er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á á Íslandi.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent