Sýnum iðnnámi virðingu Sigurður Hannesson skrifar 16. nóvember 2017 07:00 Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og því mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Undanfarin misseri hafa umbætur verið gerðar á náminu sjálfu og það lagað að nútímanum. Fyrirkomulag á að vera skýrara og öryggi nemenda aukið, svo þeir hafi við upphaf náms vissu fyrir því að geta lokið námi óháð aðstæðum hjá iðnmeisturum. Þá er unnið að því að brúa bilið milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir. Um árabil hafa ráðamenn talað um að efla iðnmenntun í landinu, en velviljinn hefur ekki dugað til. Viðhorf þeirra í garð iðn- og starfsmenntunar er framþróun til trafala. Þau birtust okkur fyrir skemmstu þegar í ljós kom að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi laganna er eingöngu nám á háskólastigi. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi 2016. Hér á landi skráðu einungis 14% nemenda sig á starfsnámsbrautir að loknum grunnskóla haustið 2007 en sambærilegt hlutfall meðal ríkja Evrópusambandsins var 50%. Viðhorfsbreytingu og aukið fjármagn til verknámsskóla þarf til að bæta úr. Menntakerfið þarf að vera sveigjanlegt þegar fólk hefur störf við tiltekna iðn og aflar sér svo réttinda og þekkingar síðar þegar ákveðinni færni er náð og áhuginn á iðninni er staðfestur. Það ætti að vera eitt af fyrstu verkum nýs þings að efla iðnnám og leiðrétta þau mistök sem gerð voru samhliða breytingum á útlendingalöggjöfinni á síðasta ári svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. Viðhorfsbreytingin þarf að eiga sér stað víða í samfélaginu og væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar færu fremstir í flokki og hömpuðu iðnnámi. Það þarf að auka veg þess og virðingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og því mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Undanfarin misseri hafa umbætur verið gerðar á náminu sjálfu og það lagað að nútímanum. Fyrirkomulag á að vera skýrara og öryggi nemenda aukið, svo þeir hafi við upphaf náms vissu fyrir því að geta lokið námi óháð aðstæðum hjá iðnmeisturum. Þá er unnið að því að brúa bilið milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir. Um árabil hafa ráðamenn talað um að efla iðnmenntun í landinu, en velviljinn hefur ekki dugað til. Viðhorf þeirra í garð iðn- og starfsmenntunar er framþróun til trafala. Þau birtust okkur fyrir skemmstu þegar í ljós kom að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi laganna er eingöngu nám á háskólastigi. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi 2016. Hér á landi skráðu einungis 14% nemenda sig á starfsnámsbrautir að loknum grunnskóla haustið 2007 en sambærilegt hlutfall meðal ríkja Evrópusambandsins var 50%. Viðhorfsbreytingu og aukið fjármagn til verknámsskóla þarf til að bæta úr. Menntakerfið þarf að vera sveigjanlegt þegar fólk hefur störf við tiltekna iðn og aflar sér svo réttinda og þekkingar síðar þegar ákveðinni færni er náð og áhuginn á iðninni er staðfestur. Það ætti að vera eitt af fyrstu verkum nýs þings að efla iðnnám og leiðrétta þau mistök sem gerð voru samhliða breytingum á útlendingalöggjöfinni á síðasta ári svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. Viðhorfsbreytingin þarf að eiga sér stað víða í samfélaginu og væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar færu fremstir í flokki og hömpuðu iðnnámi. Það þarf að auka veg þess og virðingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun