Brynjar um stjórnarslitin: „Sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 12:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll daginn eftir að stjórnin sprakk í september síðastliðnum. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að reynt fólk í pólitík hefði ekki gert það sem Björt framtíð gerði í haust, það er að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég held að þau hljóti að þau hljóti að átta sig á því í dag allavega. Þetta eru sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins,“ sagði Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og annað í pólitíkinni ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Helgi Hrafn tók ekki undir það að Björt framtíð hefði verið reynslulítill flokkur á þingi þegar þau settust í ríkisstjórn enda hefði flokkurinn átt þingmenn áður. Aðspurður hvernig honum litist á Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem forsætisráðherra sagðist Brynjar hafa unnið með Katrínu og að hann viti hvað hún getur. „Þetta er bráðgreind kona, fljót að átta sig á hlutum. Eini gallinn við hana er að hún er ekki með nógu góðar skoðanir en ég get ekki ætlast til þess að allir hafi sömu skoðanir og ég. Hún er allavega skynsöm og þegar fólk er skynsamt þá nær það svona langt þó að skoðanir séu á flakki.“En hefur hann áhyggjur af málum sem kunna að koma upp, eftir að búið er að rita stjórnarsáttmála, sem geta valdið deilum á milli flokkanna þriggja? „Jú, það er auðvitað alltaf hættan. Það er kannski eina vandamálið þegar menn eru svona á sitthvorum pólnum en það getur líka alveg gerst á milli annarra flokka. Reynt fólk bara leysir það einhvern veginn. Það eru stóru hagsmunirnir sem fólk á að hugsa um,“ sagði Brynjar. Helgi Hrafn var spurður að því af hvejru hann hefði mestar áhyggjur í ríkisstjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta verði frekar íhaldssamt og lítið um mikilvægar breytingar. Auðvitað hefur enginn þessara flokka nema Vinstri græn á köflum barist fyrir því að það verði einhverjar alvöru kerfisbreytingar hérna. [...] Ég óttast að það verði meiri feimni við meira frjálslyndi, til dæmis í vímuefnamálum sem okkur er mjög annt um að verði og að vinnu við það haldi áfram,“ sagði Helgi Hrafn. Hlusta má á spjall þeirra Brynjars í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30 Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að reynt fólk í pólitík hefði ekki gert það sem Björt framtíð gerði í haust, það er að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég held að þau hljóti að þau hljóti að átta sig á því í dag allavega. Þetta eru sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins,“ sagði Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og annað í pólitíkinni ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Helgi Hrafn tók ekki undir það að Björt framtíð hefði verið reynslulítill flokkur á þingi þegar þau settust í ríkisstjórn enda hefði flokkurinn átt þingmenn áður. Aðspurður hvernig honum litist á Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem forsætisráðherra sagðist Brynjar hafa unnið með Katrínu og að hann viti hvað hún getur. „Þetta er bráðgreind kona, fljót að átta sig á hlutum. Eini gallinn við hana er að hún er ekki með nógu góðar skoðanir en ég get ekki ætlast til þess að allir hafi sömu skoðanir og ég. Hún er allavega skynsöm og þegar fólk er skynsamt þá nær það svona langt þó að skoðanir séu á flakki.“En hefur hann áhyggjur af málum sem kunna að koma upp, eftir að búið er að rita stjórnarsáttmála, sem geta valdið deilum á milli flokkanna þriggja? „Jú, það er auðvitað alltaf hættan. Það er kannski eina vandamálið þegar menn eru svona á sitthvorum pólnum en það getur líka alveg gerst á milli annarra flokka. Reynt fólk bara leysir það einhvern veginn. Það eru stóru hagsmunirnir sem fólk á að hugsa um,“ sagði Brynjar. Helgi Hrafn var spurður að því af hvejru hann hefði mestar áhyggjur í ríkisstjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta verði frekar íhaldssamt og lítið um mikilvægar breytingar. Auðvitað hefur enginn þessara flokka nema Vinstri græn á köflum barist fyrir því að það verði einhverjar alvöru kerfisbreytingar hérna. [...] Ég óttast að það verði meiri feimni við meira frjálslyndi, til dæmis í vímuefnamálum sem okkur er mjög annt um að verði og að vinnu við það haldi áfram,“ sagði Helgi Hrafn. Hlusta má á spjall þeirra Brynjars í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30 Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30
Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45