Veiðigjöldin hækka yfir 100% í þorsk og ýsu Sigurður Páll Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 10:04 Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar