Nýr 7 sæta jeppi Subaru tilbúinn Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2017 09:21 Subaru Ascent Concept. Subaru ætlar að sýna endanlegt útlit nýs 7 sæta jeppa sem fyrirtækið er að hefja framleiðslu á í Bandaríkjunum fyrir Bandaríkjamarkað. Subaru greindi fyrst frá þessum nýja jeppa á bílasýningunni í Los Angeles í fyrra og sýndi líklegt útlit hans með tilraunabílnum Ascent á bílasýningunni í New York seinna á því ári. Nú er komið að því að sýna almenningi endanlega útlit bílsins, en af fyrri reynslu er hætt við því að hann hafi tekið einhverjum breytingum frá tilraunabílnum. Vaninn hefur fremur verið hjá Subaru að endanleg smíði sé ekki eins flott og þeir tilraunabílar sem Subaru hefur kynnt. Rétt er þó að vona það besta í þessu sambandi, en því líkari sem bíllinn er tilraunabílnum, því betra. Í fyrstu verður þessum ríflega 5 metra langa og stóra jeppa aðeins beint að Bandaríkjamarkaði, enda er bíllinn framleiddur í Lafayette í Indiana í Bandaríkjunum. Allar líkur er til þess að jeppinn haldi Ascent nafninu þegar sala á honum hefst. Subaru Ascent mun væntanlega fá mikla samkeppni frá nýjum Volkswagen Atlas jeppa sem er af svipaðri stærð og líka 7 sæta. Subaru Ascent mun fá nýhannaða Boxer-vél undir húddið, en ekki liggja fyrir nákvæmar lýsingar á þeirri vél enn, nema það að hún fær aðstoð frá forþjöppu. Vonandi tekst Subaru betur upp með sölu Ascent en forverans Tribeca, sem náði aldrei flugi í sölu, enda var framleiðslu hans hætt. Svo má einnig vona að honum verði beint á fleiri markaði, svo sem hér á landi og myndi margir fagna flottum jeppa hérlendis frá gæðaframleiðanda eins og Subaru. Bílasýningin í Los Angeles hefst 28. nóvember og því þarf enn að bíða í 13 daga eftir að hulunni verði svipt af Subaru Ascent. Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent
Subaru ætlar að sýna endanlegt útlit nýs 7 sæta jeppa sem fyrirtækið er að hefja framleiðslu á í Bandaríkjunum fyrir Bandaríkjamarkað. Subaru greindi fyrst frá þessum nýja jeppa á bílasýningunni í Los Angeles í fyrra og sýndi líklegt útlit hans með tilraunabílnum Ascent á bílasýningunni í New York seinna á því ári. Nú er komið að því að sýna almenningi endanlega útlit bílsins, en af fyrri reynslu er hætt við því að hann hafi tekið einhverjum breytingum frá tilraunabílnum. Vaninn hefur fremur verið hjá Subaru að endanleg smíði sé ekki eins flott og þeir tilraunabílar sem Subaru hefur kynnt. Rétt er þó að vona það besta í þessu sambandi, en því líkari sem bíllinn er tilraunabílnum, því betra. Í fyrstu verður þessum ríflega 5 metra langa og stóra jeppa aðeins beint að Bandaríkjamarkaði, enda er bíllinn framleiddur í Lafayette í Indiana í Bandaríkjunum. Allar líkur er til þess að jeppinn haldi Ascent nafninu þegar sala á honum hefst. Subaru Ascent mun væntanlega fá mikla samkeppni frá nýjum Volkswagen Atlas jeppa sem er af svipaðri stærð og líka 7 sæta. Subaru Ascent mun fá nýhannaða Boxer-vél undir húddið, en ekki liggja fyrir nákvæmar lýsingar á þeirri vél enn, nema það að hún fær aðstoð frá forþjöppu. Vonandi tekst Subaru betur upp með sölu Ascent en forverans Tribeca, sem náði aldrei flugi í sölu, enda var framleiðslu hans hætt. Svo má einnig vona að honum verði beint á fleiri markaði, svo sem hér á landi og myndi margir fagna flottum jeppa hérlendis frá gæðaframleiðanda eins og Subaru. Bílasýningin í Los Angeles hefst 28. nóvember og því þarf enn að bíða í 13 daga eftir að hulunni verði svipt af Subaru Ascent.
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent