Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 07:37 Donald Trump og Kim Jong-un hafa talað í fyrirsögnum um hvorn annan undanfarna mánuði. VÍSIR/GETTY Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“ Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“
Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
„Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24
Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00