Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Formenn flokkanna funduðu í gær í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið hefur rætt við eru nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Þeir telja að stjórnarsamstarf þessara flokka sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálunum. Að þeirra mati er engin önnur ríkisstjórn líklegri til að geta setið út fjögurra ára kjörtímabil. Fulltrúar flokkanna í viðræðunum hófu fundahöld um klukkan hálftíu í gær. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.mynd/lárus karl ingvarssonFormenn flokkanna hafa sagt að það sé möguleiki á að ná samstöðu um ýmis brýn mál. Innviðafjárfesting, stöðugleiki á vinnumarkaði og möguleg aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjaraviðræðum eru á meðal þeirra mála sem sett verða á oddinn. En það þarf líka að snerta á nokkrum viðkvæmum málum, komi til samstarfs. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins nefndi að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál. Þar gæti til dæmis verið tekist á um uppbyggingu fiskeldis og uppbyggingu stóriðju. Þá hafa þessir flokkar ekki alltaf verið samstíga í utanríkismálum, þótt afstaðan til Evrópusambandsins sé vel samrýmanleg. „Skattamál,“ sagði einn þingmaður VG þegar Fréttablaðið spurði hann hvar gæti einna helst orðið erfitt fyrir flokkana að ná saman. Ný ríkisstjórn þarf að leggja sitt af mörkum til að stuðla að sátt á vinnumarkaði, en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lausir á næsta ári. „Við höfum dregið upp nokkuð skýra mynd af því hvað við teljum að þurfi að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Annars vegar sé að bregðast við úrskurði kjararáðs frá því í fyrrahaust, sem hafi torveldað allt samtal á vinnumarkaðnum. Hingað til hafi Píratar þó verið eini þingflokkurinn sem vill að Alþingi bregðist við þeim hækkunum sem þá voru samþykktar. Þá segir Gylfi að sameiginlegur áhugi sé á að taka upp vinnumarkaðslíkan að norrænni fyrirmynd. ASÍ telur hins vegar að samhliða þurfi að byggja upp norrænt velferðarkerfi. „Það er lögð áhersla á að tryggja stöðugleika á félagslega sviðinu. Þar höfum við dregið upp ýmis áhersluatriði, fyrir utan almenn velferðarmál; heilbrigðismál og menntamál. Atriði sem lúta að vinnumarkaðnum. Atvinnuleysisbætur eru í sögulegu lágmarki miðað við kaupgjald, fæðingarorlofið er langt undir meðaltekjum og ábyrgðarsjóður launa er ekki að bæta launatap vegna þess að þar eru einhverjar hámarksviðmiðanir í engu samræmi við kaupgjald,“ segir Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið hefur rætt við eru nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Þeir telja að stjórnarsamstarf þessara flokka sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálunum. Að þeirra mati er engin önnur ríkisstjórn líklegri til að geta setið út fjögurra ára kjörtímabil. Fulltrúar flokkanna í viðræðunum hófu fundahöld um klukkan hálftíu í gær. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.mynd/lárus karl ingvarssonFormenn flokkanna hafa sagt að það sé möguleiki á að ná samstöðu um ýmis brýn mál. Innviðafjárfesting, stöðugleiki á vinnumarkaði og möguleg aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjaraviðræðum eru á meðal þeirra mála sem sett verða á oddinn. En það þarf líka að snerta á nokkrum viðkvæmum málum, komi til samstarfs. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins nefndi að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál. Þar gæti til dæmis verið tekist á um uppbyggingu fiskeldis og uppbyggingu stóriðju. Þá hafa þessir flokkar ekki alltaf verið samstíga í utanríkismálum, þótt afstaðan til Evrópusambandsins sé vel samrýmanleg. „Skattamál,“ sagði einn þingmaður VG þegar Fréttablaðið spurði hann hvar gæti einna helst orðið erfitt fyrir flokkana að ná saman. Ný ríkisstjórn þarf að leggja sitt af mörkum til að stuðla að sátt á vinnumarkaði, en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lausir á næsta ári. „Við höfum dregið upp nokkuð skýra mynd af því hvað við teljum að þurfi að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Annars vegar sé að bregðast við úrskurði kjararáðs frá því í fyrrahaust, sem hafi torveldað allt samtal á vinnumarkaðnum. Hingað til hafi Píratar þó verið eini þingflokkurinn sem vill að Alþingi bregðist við þeim hækkunum sem þá voru samþykktar. Þá segir Gylfi að sameiginlegur áhugi sé á að taka upp vinnumarkaðslíkan að norrænni fyrirmynd. ASÍ telur hins vegar að samhliða þurfi að byggja upp norrænt velferðarkerfi. „Það er lögð áhersla á að tryggja stöðugleika á félagslega sviðinu. Þar höfum við dregið upp ýmis áhersluatriði, fyrir utan almenn velferðarmál; heilbrigðismál og menntamál. Atriði sem lúta að vinnumarkaðnum. Atvinnuleysisbætur eru í sögulegu lágmarki miðað við kaupgjald, fæðingarorlofið er langt undir meðaltekjum og ábyrgðarsjóður launa er ekki að bæta launatap vegna þess að þar eru einhverjar hámarksviðmiðanir í engu samræmi við kaupgjald,“ segir Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira