Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Formenn flokkanna funduðu í gær í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið hefur rætt við eru nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Þeir telja að stjórnarsamstarf þessara flokka sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálunum. Að þeirra mati er engin önnur ríkisstjórn líklegri til að geta setið út fjögurra ára kjörtímabil. Fulltrúar flokkanna í viðræðunum hófu fundahöld um klukkan hálftíu í gær. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.mynd/lárus karl ingvarssonFormenn flokkanna hafa sagt að það sé möguleiki á að ná samstöðu um ýmis brýn mál. Innviðafjárfesting, stöðugleiki á vinnumarkaði og möguleg aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjaraviðræðum eru á meðal þeirra mála sem sett verða á oddinn. En það þarf líka að snerta á nokkrum viðkvæmum málum, komi til samstarfs. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins nefndi að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál. Þar gæti til dæmis verið tekist á um uppbyggingu fiskeldis og uppbyggingu stóriðju. Þá hafa þessir flokkar ekki alltaf verið samstíga í utanríkismálum, þótt afstaðan til Evrópusambandsins sé vel samrýmanleg. „Skattamál,“ sagði einn þingmaður VG þegar Fréttablaðið spurði hann hvar gæti einna helst orðið erfitt fyrir flokkana að ná saman. Ný ríkisstjórn þarf að leggja sitt af mörkum til að stuðla að sátt á vinnumarkaði, en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lausir á næsta ári. „Við höfum dregið upp nokkuð skýra mynd af því hvað við teljum að þurfi að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Annars vegar sé að bregðast við úrskurði kjararáðs frá því í fyrrahaust, sem hafi torveldað allt samtal á vinnumarkaðnum. Hingað til hafi Píratar þó verið eini þingflokkurinn sem vill að Alþingi bregðist við þeim hækkunum sem þá voru samþykktar. Þá segir Gylfi að sameiginlegur áhugi sé á að taka upp vinnumarkaðslíkan að norrænni fyrirmynd. ASÍ telur hins vegar að samhliða þurfi að byggja upp norrænt velferðarkerfi. „Það er lögð áhersla á að tryggja stöðugleika á félagslega sviðinu. Þar höfum við dregið upp ýmis áhersluatriði, fyrir utan almenn velferðarmál; heilbrigðismál og menntamál. Atriði sem lúta að vinnumarkaðnum. Atvinnuleysisbætur eru í sögulegu lágmarki miðað við kaupgjald, fæðingarorlofið er langt undir meðaltekjum og ábyrgðarsjóður launa er ekki að bæta launatap vegna þess að þar eru einhverjar hámarksviðmiðanir í engu samræmi við kaupgjald,“ segir Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið hefur rætt við eru nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Þeir telja að stjórnarsamstarf þessara flokka sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálunum. Að þeirra mati er engin önnur ríkisstjórn líklegri til að geta setið út fjögurra ára kjörtímabil. Fulltrúar flokkanna í viðræðunum hófu fundahöld um klukkan hálftíu í gær. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.mynd/lárus karl ingvarssonFormenn flokkanna hafa sagt að það sé möguleiki á að ná samstöðu um ýmis brýn mál. Innviðafjárfesting, stöðugleiki á vinnumarkaði og möguleg aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjaraviðræðum eru á meðal þeirra mála sem sett verða á oddinn. En það þarf líka að snerta á nokkrum viðkvæmum málum, komi til samstarfs. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins nefndi að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál. Þar gæti til dæmis verið tekist á um uppbyggingu fiskeldis og uppbyggingu stóriðju. Þá hafa þessir flokkar ekki alltaf verið samstíga í utanríkismálum, þótt afstaðan til Evrópusambandsins sé vel samrýmanleg. „Skattamál,“ sagði einn þingmaður VG þegar Fréttablaðið spurði hann hvar gæti einna helst orðið erfitt fyrir flokkana að ná saman. Ný ríkisstjórn þarf að leggja sitt af mörkum til að stuðla að sátt á vinnumarkaði, en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lausir á næsta ári. „Við höfum dregið upp nokkuð skýra mynd af því hvað við teljum að þurfi að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Annars vegar sé að bregðast við úrskurði kjararáðs frá því í fyrrahaust, sem hafi torveldað allt samtal á vinnumarkaðnum. Hingað til hafi Píratar þó verið eini þingflokkurinn sem vill að Alþingi bregðist við þeim hækkunum sem þá voru samþykktar. Þá segir Gylfi að sameiginlegur áhugi sé á að taka upp vinnumarkaðslíkan að norrænni fyrirmynd. ASÍ telur hins vegar að samhliða þurfi að byggja upp norrænt velferðarkerfi. „Það er lögð áhersla á að tryggja stöðugleika á félagslega sviðinu. Þar höfum við dregið upp ýmis áhersluatriði, fyrir utan almenn velferðarmál; heilbrigðismál og menntamál. Atriði sem lúta að vinnumarkaðnum. Atvinnuleysisbætur eru í sögulegu lágmarki miðað við kaupgjald, fæðingarorlofið er langt undir meðaltekjum og ábyrgðarsjóður launa er ekki að bæta launatap vegna þess að þar eru einhverjar hámarksviðmiðanir í engu samræmi við kaupgjald,“ segir Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira