Tala látinna og slasaðra hækkar á hamfarasvæðunum í Íran Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2017 20:00 Tala látinna og slasaðra eftir jarðskjálftann við landamæri Írans og Íraks í fyrrakvöld hefur hækkað til muna. Mikil eyðilegging blasir við hjálparstarfsmönnum á þeim svæðum sem verst urðu úti en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Það var kalt aðra nóttina í röð á hamfarasvæðunum í héruðum Kúrda við landamæri Íran og Íraks enda vetur á þessum slóðum og hiti nærri frostmarki að næturlagi. Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 skók svæðið á sunnudagskvöld með gríðarlegri eyðileggingu þó meiri í Íran heldur en Írak en hamfarirnar eru þær mannskæðustu í heiminum á þessu ári. Staðfest er að fleiri en fimm hundruð og fjörutíu eru látnir og fleiri en átta þúsund slasaðir og er óttast það þessar tölur komi til með að hækka. Einnig er staðfest að tólf þúsund íbúðarhús að minnsta kosti hafi hrunið til grunna og önnur þrjátíu þúsund eru óíbúðarhæf. Hassan Rouhani, forseti Írans heimsótti hamfararsvæðið í dag og lofaði hann að uppbygging yrði hröð og reynt yrði að koma öllum til hjálpar. „Ég mun tryggja þeim sem eiga um sárt að binda að ríkisstjórnun mun reyna eftir fremsta megni að leysa öll vandamál á sem fyrst,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans við blaðamenn í dag. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem urðu verst úti sökum skriðufalla og eyðileggingar. Þeir sem misstu heimili eru í tjöldum og er matur og vatn af skornum skammti. Hjálparsamtök áætla að sjötíu þúsund manns hafist við í neyðarskýlum eða undir berum himni. Á annað hundrað eftirskjálftar hafa fylgt stóra jarðskjálftanum og voru þrír þeirra nokkuð stórir eða 4,3 til 4,5 að stærð og ollu þeir töluverðri hræðslu. Yfirvöld í Íran hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu en einungis þrjátíu hópar frá Rauða hálfmánanum eru við hjálparstörf á vettvangi. Tengdar fréttir „Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00 Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08 Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02 Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Tala látinna og slasaðra eftir jarðskjálftann við landamæri Írans og Íraks í fyrrakvöld hefur hækkað til muna. Mikil eyðilegging blasir við hjálparstarfsmönnum á þeim svæðum sem verst urðu úti en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Það var kalt aðra nóttina í röð á hamfarasvæðunum í héruðum Kúrda við landamæri Íran og Íraks enda vetur á þessum slóðum og hiti nærri frostmarki að næturlagi. Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 skók svæðið á sunnudagskvöld með gríðarlegri eyðileggingu þó meiri í Íran heldur en Írak en hamfarirnar eru þær mannskæðustu í heiminum á þessu ári. Staðfest er að fleiri en fimm hundruð og fjörutíu eru látnir og fleiri en átta þúsund slasaðir og er óttast það þessar tölur komi til með að hækka. Einnig er staðfest að tólf þúsund íbúðarhús að minnsta kosti hafi hrunið til grunna og önnur þrjátíu þúsund eru óíbúðarhæf. Hassan Rouhani, forseti Írans heimsótti hamfararsvæðið í dag og lofaði hann að uppbygging yrði hröð og reynt yrði að koma öllum til hjálpar. „Ég mun tryggja þeim sem eiga um sárt að binda að ríkisstjórnun mun reyna eftir fremsta megni að leysa öll vandamál á sem fyrst,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans við blaðamenn í dag. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem urðu verst úti sökum skriðufalla og eyðileggingar. Þeir sem misstu heimili eru í tjöldum og er matur og vatn af skornum skammti. Hjálparsamtök áætla að sjötíu þúsund manns hafist við í neyðarskýlum eða undir berum himni. Á annað hundrað eftirskjálftar hafa fylgt stóra jarðskjálftanum og voru þrír þeirra nokkuð stórir eða 4,3 til 4,5 að stærð og ollu þeir töluverðri hræðslu. Yfirvöld í Íran hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu en einungis þrjátíu hópar frá Rauða hálfmánanum eru við hjálparstörf á vettvangi.
Tengdar fréttir „Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00 Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08 Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02 Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
„Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00
Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08
Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02
Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29
Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55