Það sem þú misstir af í Stranger Things Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 20:30 Ef þú hefur ekki horft á sjónvarpsþættina Stranger Things, mælum við með að þú farir rakleiðis í aðra frétt hér á Vísi því þessi grein inniheldur spillifróðleik (e. spoilers) um þættina. Önnur sería af Stranger Things var frumsýnd á Netflix fyrir stuttu en fyrsta serían hlaut lof gagnrýnenda og sjónvarpsáhorfenda um heim allan. Sjónvarpsþættirnir eru innblásnir af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum níunda áratugs síðustu aldar og er hægt að finna fjölmörg merki þess í þáttunum.Anna í Grænuhlíð er bók bókanna Í seríu tvö sjáum við Hopper lesa fyrir Eleven úr bókinni Anna í Grænuhlíð (e. Anne of Green Gables). Bókin fjallar einmitt um munaðarleysingja, og gæti hafa hvatt Eleven til að leita að móður sinni. Það sem margir hafa kannski ekki tekið eftir er að í endurliti í seríu eitt sést Hopper lesa úr sömu bók fyrir dóttur sína heitna. Ætli Hopper hafi ekki geymt bókina sem minningu um dóttur sína og notað hana til að tengjast Eleven betur?Spáð fyrir um framtíðina Í fyrsta þætti í seríu tvö fara Lucas, Will og Mike í leikjasalinn til að horfa á Dustin spila leikinn Dragon’s Lair. Þegar Dustin tapar reynir Lucas að hugga hann með því að segja honum að Daphne prinsessa úr leiknum sé sín. Spáir það fyrir um hvernig ástarþríhyrningur Dustin, Lucas og Max endar í síðasta þætti seríunnar.Tilvísun í Goonies Það eru margar tilvísanir í gamlar bíómyndir í Stranger Things, til dæmis þegar Bob, sem leikinn er af Sean Astin, grínast með að kortið í Wheeler-húsinu leiði til falins fjársjóðar. Það er mjög skýr tilvísun í kvikmyndina Goonies frá árinu 1985 en fyrrnefndur Sean lék einmitt í þeirri mynd.E.T. hringja heim Önnur skýr tilvísun er í kvikmyndina E.T. frá árinu 1982. Margir muna eftir því þegar geimveran E.T. var klædd upp sem draugur í hvítt lak fyrir Hrekkjavökuna. Eleven gerir slíkt hið sama í annarri seríu af Stranger Things svo enginn þekki hana í þættinum Trick or Treat, Freak. Þess má geta að strákahópurinn klæddi sig upp sem Ghostbusters-teymið og Steve og Nancy minntu um margt á karaktera Tom Cruise og Rebeccu De Mornay úr kvikmyndinni Risky Business.Hann var varaður við Krúttsprengjan hann Dustin finnur skrýtna veru í ruslatunnunni heima hjá sér sem hann skýrir D’Artagnan, eða Dart. Hann verður strax hrifinn af verunni en kemst síðar að því að veran er hrikalegt skrímsli sem étur fólk. Það má með sanni segja að Dustin hafi verið varaður við í senunni þar sem hann leitar að Dart í skólanum sínum en finnur hann síðan inni á salerni. Ef rýnt er í senuna má sjá að Evil, eða Illur, er krotað á veggi salernisins. Og það má líka halda því fram að Dart sé vísan í enn aðra kvikmyndina, nánar tiltekið Gremlins, þar sem Dart þolir ekki sólarljós og stækkar og stækkar við það að borða.Áttan Eleven leitar móður sinnar í seríu tvö og finnur hana. Þá kemst hún að því að hún eigi systur sem heitir Eight, eða Átta. Þegar Eleven yfirgefur móður sína til að finna Eight er sýnt skot af sjónvarpinu þar sem Action New 8 eru að byrja. Tilviljun?Ellefu ellefu ellefu Eleven þýðir, eins og flestir vita, ellefu, og svo virðist sem mennirnir á bak við Stranger Things, Duffer-bræðurnir, hafi leikið sér talsvert með töluna. Til dæmis hringir Mike í Eleven klukkan 7.40. 7 plús 4 eru 11. Hopper lofar að koma aftur að sækja Eleven klukkan 5.15. 5 plús 1 plús 5 eru 11. Þá hringir Mike í hinsta sinn í Eleven á degi 353. 3 plús 5 plús 3 eru 11. Magnað!Fallegur endir Svo er það hárborði dóttur Hopper sem ferðast á milli sería á afskaplega fallegan hátt. Svo fallegan að við tárumst hreinlega. Í fyrstu seríu sjáum við að Hopper er með bláan borða um úlnlið sinn. Því næst sjáum við borðann í hári dóttur hans í einu af endurlitum löggunnar. Síðan sjáum við Hopper bera borðann um úlnlið sinn á ný í seríu tvö. Og þá er komið að fallegustu stundinni - þegar Eleven ber borðann um úlnlið sinn á ballinu í síðasta þætti í seríu tvö, rétt eftir að við sjáum að Hopper er orðinn löglegur faðir Eleven. En fallegt. Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi og eflaust fullt af tilvísunum og merkilegum hlutum sem við eigum enn eftir að finna, enda Stranger Things afskaplega lagskiptur sjónvarpsþáttur. Tengdar fréttir Stranger Things-stjarna rekur umboðsmanninn í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, hafa stigið fram og sakað umboðsmanninn Tyler Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. 22. október 2017 10:00 Dyrnar að undirheimunum opnast aftur þegar Stranger Things snýr aftur í haust Netflix framleiðir þættina að vanda og gáfu út þessa yfirlýsingu í dag og lofar spennandi framhaldi. 11. júlí 2017 18:44 Dress dagsins í anda Stranger Things Við verðum límdar við sjónvarpsskjáinn í kvöld, það eitt er víst. 27. október 2017 11:15 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ef þú hefur ekki horft á sjónvarpsþættina Stranger Things, mælum við með að þú farir rakleiðis í aðra frétt hér á Vísi því þessi grein inniheldur spillifróðleik (e. spoilers) um þættina. Önnur sería af Stranger Things var frumsýnd á Netflix fyrir stuttu en fyrsta serían hlaut lof gagnrýnenda og sjónvarpsáhorfenda um heim allan. Sjónvarpsþættirnir eru innblásnir af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum níunda áratugs síðustu aldar og er hægt að finna fjölmörg merki þess í þáttunum.Anna í Grænuhlíð er bók bókanna Í seríu tvö sjáum við Hopper lesa fyrir Eleven úr bókinni Anna í Grænuhlíð (e. Anne of Green Gables). Bókin fjallar einmitt um munaðarleysingja, og gæti hafa hvatt Eleven til að leita að móður sinni. Það sem margir hafa kannski ekki tekið eftir er að í endurliti í seríu eitt sést Hopper lesa úr sömu bók fyrir dóttur sína heitna. Ætli Hopper hafi ekki geymt bókina sem minningu um dóttur sína og notað hana til að tengjast Eleven betur?Spáð fyrir um framtíðina Í fyrsta þætti í seríu tvö fara Lucas, Will og Mike í leikjasalinn til að horfa á Dustin spila leikinn Dragon’s Lair. Þegar Dustin tapar reynir Lucas að hugga hann með því að segja honum að Daphne prinsessa úr leiknum sé sín. Spáir það fyrir um hvernig ástarþríhyrningur Dustin, Lucas og Max endar í síðasta þætti seríunnar.Tilvísun í Goonies Það eru margar tilvísanir í gamlar bíómyndir í Stranger Things, til dæmis þegar Bob, sem leikinn er af Sean Astin, grínast með að kortið í Wheeler-húsinu leiði til falins fjársjóðar. Það er mjög skýr tilvísun í kvikmyndina Goonies frá árinu 1985 en fyrrnefndur Sean lék einmitt í þeirri mynd.E.T. hringja heim Önnur skýr tilvísun er í kvikmyndina E.T. frá árinu 1982. Margir muna eftir því þegar geimveran E.T. var klædd upp sem draugur í hvítt lak fyrir Hrekkjavökuna. Eleven gerir slíkt hið sama í annarri seríu af Stranger Things svo enginn þekki hana í þættinum Trick or Treat, Freak. Þess má geta að strákahópurinn klæddi sig upp sem Ghostbusters-teymið og Steve og Nancy minntu um margt á karaktera Tom Cruise og Rebeccu De Mornay úr kvikmyndinni Risky Business.Hann var varaður við Krúttsprengjan hann Dustin finnur skrýtna veru í ruslatunnunni heima hjá sér sem hann skýrir D’Artagnan, eða Dart. Hann verður strax hrifinn af verunni en kemst síðar að því að veran er hrikalegt skrímsli sem étur fólk. Það má með sanni segja að Dustin hafi verið varaður við í senunni þar sem hann leitar að Dart í skólanum sínum en finnur hann síðan inni á salerni. Ef rýnt er í senuna má sjá að Evil, eða Illur, er krotað á veggi salernisins. Og það má líka halda því fram að Dart sé vísan í enn aðra kvikmyndina, nánar tiltekið Gremlins, þar sem Dart þolir ekki sólarljós og stækkar og stækkar við það að borða.Áttan Eleven leitar móður sinnar í seríu tvö og finnur hana. Þá kemst hún að því að hún eigi systur sem heitir Eight, eða Átta. Þegar Eleven yfirgefur móður sína til að finna Eight er sýnt skot af sjónvarpinu þar sem Action New 8 eru að byrja. Tilviljun?Ellefu ellefu ellefu Eleven þýðir, eins og flestir vita, ellefu, og svo virðist sem mennirnir á bak við Stranger Things, Duffer-bræðurnir, hafi leikið sér talsvert með töluna. Til dæmis hringir Mike í Eleven klukkan 7.40. 7 plús 4 eru 11. Hopper lofar að koma aftur að sækja Eleven klukkan 5.15. 5 plús 1 plús 5 eru 11. Þá hringir Mike í hinsta sinn í Eleven á degi 353. 3 plús 5 plús 3 eru 11. Magnað!Fallegur endir Svo er það hárborði dóttur Hopper sem ferðast á milli sería á afskaplega fallegan hátt. Svo fallegan að við tárumst hreinlega. Í fyrstu seríu sjáum við að Hopper er með bláan borða um úlnlið sinn. Því næst sjáum við borðann í hári dóttur hans í einu af endurlitum löggunnar. Síðan sjáum við Hopper bera borðann um úlnlið sinn á ný í seríu tvö. Og þá er komið að fallegustu stundinni - þegar Eleven ber borðann um úlnlið sinn á ballinu í síðasta þætti í seríu tvö, rétt eftir að við sjáum að Hopper er orðinn löglegur faðir Eleven. En fallegt. Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi og eflaust fullt af tilvísunum og merkilegum hlutum sem við eigum enn eftir að finna, enda Stranger Things afskaplega lagskiptur sjónvarpsþáttur.
Tengdar fréttir Stranger Things-stjarna rekur umboðsmanninn í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, hafa stigið fram og sakað umboðsmanninn Tyler Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. 22. október 2017 10:00 Dyrnar að undirheimunum opnast aftur þegar Stranger Things snýr aftur í haust Netflix framleiðir þættina að vanda og gáfu út þessa yfirlýsingu í dag og lofar spennandi framhaldi. 11. júlí 2017 18:44 Dress dagsins í anda Stranger Things Við verðum límdar við sjónvarpsskjáinn í kvöld, það eitt er víst. 27. október 2017 11:15 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stranger Things-stjarna rekur umboðsmanninn í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, hafa stigið fram og sakað umboðsmanninn Tyler Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. 22. október 2017 10:00
Dyrnar að undirheimunum opnast aftur þegar Stranger Things snýr aftur í haust Netflix framleiðir þættina að vanda og gáfu út þessa yfirlýsingu í dag og lofar spennandi framhaldi. 11. júlí 2017 18:44
Dress dagsins í anda Stranger Things Við verðum límdar við sjónvarpsskjáinn í kvöld, það eitt er víst. 27. október 2017 11:15