Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2017 11:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á skrifstofur Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00