Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 09:52 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, við upphaf fundarins í morgun. vísir/vilhelm Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun þegar forystufólk og fulltrúar flokkanna komu saman til fundar á skrifstofum Framsóknar í húsakynnum Alþingis. Það varð ljóst í gær að flokkarnir þrír myndu fara í formlegar viðræður en á föstudag og laugardag voru þeir í óformlegum viðræðum. Þingflokkarnir samþykktu það allir í gær að hefja formlegar viðræður en mest andstaða er við það innan þingflokks Vinstri grænna þar sem tveir þingmenn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þá er jafnframt þó nokkur andstaða við það í grasrót VG að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Enginn fer með formlegt stjórnarmyndunarumboð en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að lagt væri upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, yrði forsætisráðherra ef af ríkisstjórn flokkanna þriggja verður. Það má því gera ráð fyrir því að hún leiði viðræður flokkanna. Í tilkynningu frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær kom fram að hann byggist við því að það lægi fyrir í lok vikunnar hvort flokkunum þremur tekst að ná saman um myndun ríkisstjórnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun þegar forystufólk og fulltrúar flokkanna komu saman til fundar á skrifstofum Framsóknar í húsakynnum Alþingis. Það varð ljóst í gær að flokkarnir þrír myndu fara í formlegar viðræður en á föstudag og laugardag voru þeir í óformlegum viðræðum. Þingflokkarnir samþykktu það allir í gær að hefja formlegar viðræður en mest andstaða er við það innan þingflokks Vinstri grænna þar sem tveir þingmenn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þá er jafnframt þó nokkur andstaða við það í grasrót VG að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Enginn fer með formlegt stjórnarmyndunarumboð en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að lagt væri upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, yrði forsætisráðherra ef af ríkisstjórn flokkanna þriggja verður. Það má því gera ráð fyrir því að hún leiði viðræður flokkanna. Í tilkynningu frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær kom fram að hann byggist við því að það lægi fyrir í lok vikunnar hvort flokkunum þremur tekst að ná saman um myndun ríkisstjórnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00