Logi: Auðvelt að segja nei við stjórnarmyndun fjórflokksins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. nóvember 2017 16:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og arkítekt. Vísir/Eyþór Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið auðvelt að hafna aðkomu að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú eru að hefjast. Vinstri græn vildu fá Samfylkinguna inn í viðræðurnar til að styrkja þann meirihluta sem slík stjórn myndi hafa. Svo fór þó ekki og eru Vinstri græn á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Það var auðvelt að segja nei við hugmyndinni um stjórnarmyndun gamla fjórflokksins. Þar fengu skynsemin og hjartað bæði að láta sína skoðun í ljós og voru sammála um að slík stjórn væri ekki svar við áskorun stjórnmálanna, næstu árin,“ skrifar Logi á Facebook. Hann segir að sú áskorun snúist um að auka félagslegan jöfnuð auk þess sem að bregðast þurfi við þeim atburðum sem leiddu til falls síðustu tveggja ríkisstjórna og vísar þar til þeirra upplýsinga sem komu fram í Panama-skjölunum sem og málum sem tengjast veitingu uppreist æru. Það sé forsenda þess að komið verði á pólitískum stöðugleika og sú ríkisstjórn sem nú sé í burðarliðnum sé ekki vænleg til árangurs. „Ríkisstjórn frá miðju til vinstri er að mínu mati líklegust til að takast það,“ skrifar Logi en hann hefur á undanförnum dögum unnið að því að faá Viðreisn, Pírata og Flokk fólksins til liðs við sig svo bjóða mætti þeim flokkum sem nú er á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn upp á annan valkost. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið auðvelt að hafna aðkomu að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú eru að hefjast. Vinstri græn vildu fá Samfylkinguna inn í viðræðurnar til að styrkja þann meirihluta sem slík stjórn myndi hafa. Svo fór þó ekki og eru Vinstri græn á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Það var auðvelt að segja nei við hugmyndinni um stjórnarmyndun gamla fjórflokksins. Þar fengu skynsemin og hjartað bæði að láta sína skoðun í ljós og voru sammála um að slík stjórn væri ekki svar við áskorun stjórnmálanna, næstu árin,“ skrifar Logi á Facebook. Hann segir að sú áskorun snúist um að auka félagslegan jöfnuð auk þess sem að bregðast þurfi við þeim atburðum sem leiddu til falls síðustu tveggja ríkisstjórna og vísar þar til þeirra upplýsinga sem komu fram í Panama-skjölunum sem og málum sem tengjast veitingu uppreist æru. Það sé forsenda þess að komið verði á pólitískum stöðugleika og sú ríkisstjórn sem nú sé í burðarliðnum sé ekki vænleg til árangurs. „Ríkisstjórn frá miðju til vinstri er að mínu mati líklegust til að takast það,“ skrifar Logi en hann hefur á undanförnum dögum unnið að því að faá Viðreisn, Pírata og Flokk fólksins til liðs við sig svo bjóða mætti þeim flokkum sem nú er á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn upp á annan valkost.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43