Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 12:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að honum þyki sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að stóru málunum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15