Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 12:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að honum þyki sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að stóru málunum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15