Holloway og Aldo mætast á ný Magnús Ellert Bjarnason skrifar 12. nóvember 2017 11:26 Holloway sigraði Aldo í sumar með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu. Líkt og greint var frá á Vísi í gær verður ekkert af UFC titilbardaga Max Holloway og Frankie Edgar 2. desember næstkomandi í Detroit. Til stóð að Holloway myndi verja belti sitt í fjaðurvigt gegn Edgar en Edgar þurfti að draga sig úr bardaganum í seinustu viku vegna meiðsla. Ekki er vitað nákvæmlega hvað sé að Edgar en hann þarf ekki að fara í aðgerð og á að vera tilbúinn eftir 12 vikur. UFC tilkynnti í gær á Twitter reikningi sínum að Jose Aldo muni koma í stað Edgar.BUT WAIT - THERE'S MORE!@BlessedMMA will defend his belt for the first time ... against the guy he took it from! @JoseAldoJunior steps into the main event at #UFC218! pic.twitter.com/eVo8yjw0vA — UFC (@ufc) November 12, 2017 Gefst Aldo þar með tækifæri til að hefna fyrir tap gegn Holloway frá því í sumar en þeir mættust á UFC 212 í heimalandi Aldo, Brasilíu. Sigraði Holloway þann bardaga með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og sameinaði með því fjaðurvigtarbelti UFC. Var það aðeins annað tap Aldo í UFC en Conor Mcgregor rotaði hann eftirminnilega eftir aðeins 13 sekúndur fyrir tæplega tveim árum síðan. Aldo hefur ekki barist síðan hann laut í lægra haldi gegn Holloway en til stóð að hann myndi mæta Ricardo Lamas 16. desember næstkomandi. Holloway er á magnaðri 11 bardaga sigurgöngu en hann hefur ekki tapað bardaga frá árinu 2013 þegar Conor Mcgregor hafði betur gegn honum eftir dómaraákvörðun. UFC 218 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Aðrir bardagar það kvöld eru m.a.: Alistair Overeem - Francis Ngannou Henry Cejudo - Sergio Pettis Eddie Alvarez - Justin Gaethje Tecia Torres - Michelle Waterson MMA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær verður ekkert af UFC titilbardaga Max Holloway og Frankie Edgar 2. desember næstkomandi í Detroit. Til stóð að Holloway myndi verja belti sitt í fjaðurvigt gegn Edgar en Edgar þurfti að draga sig úr bardaganum í seinustu viku vegna meiðsla. Ekki er vitað nákvæmlega hvað sé að Edgar en hann þarf ekki að fara í aðgerð og á að vera tilbúinn eftir 12 vikur. UFC tilkynnti í gær á Twitter reikningi sínum að Jose Aldo muni koma í stað Edgar.BUT WAIT - THERE'S MORE!@BlessedMMA will defend his belt for the first time ... against the guy he took it from! @JoseAldoJunior steps into the main event at #UFC218! pic.twitter.com/eVo8yjw0vA — UFC (@ufc) November 12, 2017 Gefst Aldo þar með tækifæri til að hefna fyrir tap gegn Holloway frá því í sumar en þeir mættust á UFC 212 í heimalandi Aldo, Brasilíu. Sigraði Holloway þann bardaga með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og sameinaði með því fjaðurvigtarbelti UFC. Var það aðeins annað tap Aldo í UFC en Conor Mcgregor rotaði hann eftirminnilega eftir aðeins 13 sekúndur fyrir tæplega tveim árum síðan. Aldo hefur ekki barist síðan hann laut í lægra haldi gegn Holloway en til stóð að hann myndi mæta Ricardo Lamas 16. desember næstkomandi. Holloway er á magnaðri 11 bardaga sigurgöngu en hann hefur ekki tapað bardaga frá árinu 2013 þegar Conor Mcgregor hafði betur gegn honum eftir dómaraákvörðun. UFC 218 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Aðrir bardagar það kvöld eru m.a.: Alistair Overeem - Francis Ngannou Henry Cejudo - Sergio Pettis Eddie Alvarez - Justin Gaethje Tecia Torres - Michelle Waterson
MMA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira