Aldrei fleiri skráð sig í borgaralega fermingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2017 13:15 Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Vísir/stefán 420 ungmenni hafa skráð sig í borgaralega fermingu hjá Siðmennt í vor og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að aðsóknin hafi tvöfaldast á síðustu fimm árum. Í fyrstu borgaralegu fermingunni hér á landi sem haldin var árið 1989 fermdust einungis sextán ungmenni. Fjölgunin hefur verið stöðug síðan og hafa nú 420 börn skráð sig í borgaralega fermingu í vor en fresturinn til að skrá sig rennur út í næstu viku. Bjarni segir að ungmennin hafi aldrei verið fleiri. „Þetta er algert met. Þarna er um að ræða tíu prósent barna á fermingaraldri. Við höfum aldrei séð svona tölu áður og ég vil bara nefna það að umsóknir hafa tvöfaldast á fimm árum.“ Bjarni segir að samtímis þessari miklu fjölgun hafi athöfnunum fjölgað en þær fara nú fram á nokkrum stöðum á landinu. „Við verðum með athafnir á Ísafirði og Egilsstöðum þannig að það dreifist svolítið. Svo höfum við verið með á Akureyri og Reykjanesbæ og svo sex athafnir á höfuðborgarsvæðinu. Ungmennin sækja námskeið einu sinni í viku yfir 11 vikna tímabil sem hefst í janúar og helgarnámskeið eru í boði fyrir börn utan af landi. Bjarni segir að þar undirbúi þau að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. „Þarna er rætt um gagnrýna hugsun, siðfræði, smávegis um kynfræðslu, um eiturlyf og ýmislegt sem gagnlegt er fyrir börn á þessum aldri að heyra um og tileinka sér.“ Þá segir Bjarni að áhugi á starfsemi félagsins hafa aukist undanfarin ár og að það endurspeglist í auknum þátttakendafjölda í borgaralegri fermingu og auknum fyrirspurnum um aðrar borgaralegar athafnir. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
420 ungmenni hafa skráð sig í borgaralega fermingu hjá Siðmennt í vor og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að aðsóknin hafi tvöfaldast á síðustu fimm árum. Í fyrstu borgaralegu fermingunni hér á landi sem haldin var árið 1989 fermdust einungis sextán ungmenni. Fjölgunin hefur verið stöðug síðan og hafa nú 420 börn skráð sig í borgaralega fermingu í vor en fresturinn til að skrá sig rennur út í næstu viku. Bjarni segir að ungmennin hafi aldrei verið fleiri. „Þetta er algert met. Þarna er um að ræða tíu prósent barna á fermingaraldri. Við höfum aldrei séð svona tölu áður og ég vil bara nefna það að umsóknir hafa tvöfaldast á fimm árum.“ Bjarni segir að samtímis þessari miklu fjölgun hafi athöfnunum fjölgað en þær fara nú fram á nokkrum stöðum á landinu. „Við verðum með athafnir á Ísafirði og Egilsstöðum þannig að það dreifist svolítið. Svo höfum við verið með á Akureyri og Reykjanesbæ og svo sex athafnir á höfuðborgarsvæðinu. Ungmennin sækja námskeið einu sinni í viku yfir 11 vikna tímabil sem hefst í janúar og helgarnámskeið eru í boði fyrir börn utan af landi. Bjarni segir að þar undirbúi þau að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. „Þarna er rætt um gagnrýna hugsun, siðfræði, smávegis um kynfræðslu, um eiturlyf og ýmislegt sem gagnlegt er fyrir börn á þessum aldri að heyra um og tileinka sér.“ Þá segir Bjarni að áhugi á starfsemi félagsins hafa aukist undanfarin ár og að það endurspeglist í auknum þátttakendafjölda í borgaralegri fermingu og auknum fyrirspurnum um aðrar borgaralegar athafnir.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira