Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa myndað bandalag á Alþingi og ætla að vinna náið saman hvort sem flokkarnir verða í stjórnarandstöðu eða í ríkisstjórn.
Leiðtogar flokkanna segja þá vera skýran samstarfskost fyrir Vinstri græn og Framsóknarflokk en Heimir Már Pétursson fréttamður hitti leiðtogana á Austurvell í dag þegar þeir voru nýbúnir að innsigla samkomulag sitt.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
