Evrópusambandið vill 30% minni mengun bíla milli 2021 og 2030 Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2017 10:35 Miklum árangri hefur verið náð í minnkun mengunar frá bílum, en enn má gera betur. Í dag er evrópskum bílaframleiðendum gert að framleiða bíla sem blása út að meðaltali ekki yfir ákveðið magn af CO2 og NOx sótögnum. Árið 2021 er bílaframleiðendum til dæmis gert að fara ekki að meðaltali yfir 95 g/km af CO2 mengun í bílum sínum. Það er Evrópusambandið sem setur þessar reglur og þar á bæ er nú verið að setja markmið fyrir tímabilið 2021 til 2030 og stendur vilji nú til þess að lækka viðmiðið um mengun bíla um 30% á þessu tímabili. Einnig er miðað við að minnkunin verði 15% árið 2025. Þetta eru metnaðarfullt markmið hvað varðar bíla með hefðbundnar brunavélar þar sem miklum árangri hefur á undanförnum árum verið náð við lækkun á mengun þeirra. Lausnin virðist miklu fremur vera fólgin í því að framleiða tengiltvinnbíla eða rafmagnsbíla til að ná niður þessum tölum og það er einmitt meiningin með þessari lagasetningu Evrópusambandsins. Það er að hvetja evrópska bílaframleiðendur til að framleiða frekar slíka bíla og með því dragast ekki eftir á í samkeppninni við bílaframleiðendur í Asíu og Ameríku. Þessar kröfur eru því ekki aðeins í umhverfisvænum tilgangi settar, heldur líka samkeppnistilgangi og til að viðhalda störfum í Evrópu. Evrópusambandið byrjaði að setja þessa staðla árið 1992 með EURO 1 samþykktinni og frá þeim tíma hafa bílar með bensín- og dísilvélar minnkað útblásturinn um 82%, svo segja má að miklum árangri hafi verið náð. Núna er í gildi EURO 5 samþykktin og árið 2021 verður miðað við EURO 6. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent
Í dag er evrópskum bílaframleiðendum gert að framleiða bíla sem blása út að meðaltali ekki yfir ákveðið magn af CO2 og NOx sótögnum. Árið 2021 er bílaframleiðendum til dæmis gert að fara ekki að meðaltali yfir 95 g/km af CO2 mengun í bílum sínum. Það er Evrópusambandið sem setur þessar reglur og þar á bæ er nú verið að setja markmið fyrir tímabilið 2021 til 2030 og stendur vilji nú til þess að lækka viðmiðið um mengun bíla um 30% á þessu tímabili. Einnig er miðað við að minnkunin verði 15% árið 2025. Þetta eru metnaðarfullt markmið hvað varðar bíla með hefðbundnar brunavélar þar sem miklum árangri hefur á undanförnum árum verið náð við lækkun á mengun þeirra. Lausnin virðist miklu fremur vera fólgin í því að framleiða tengiltvinnbíla eða rafmagnsbíla til að ná niður þessum tölum og það er einmitt meiningin með þessari lagasetningu Evrópusambandsins. Það er að hvetja evrópska bílaframleiðendur til að framleiða frekar slíka bíla og með því dragast ekki eftir á í samkeppninni við bílaframleiðendur í Asíu og Ameríku. Þessar kröfur eru því ekki aðeins í umhverfisvænum tilgangi settar, heldur líka samkeppnistilgangi og til að viðhalda störfum í Evrópu. Evrópusambandið byrjaði að setja þessa staðla árið 1992 með EURO 1 samþykktinni og frá þeim tíma hafa bílar með bensín- og dísilvélar minnkað útblásturinn um 82%, svo segja má að miklum árangri hafi verið náð. Núna er í gildi EURO 5 samþykktin og árið 2021 verður miðað við EURO 6.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent