Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ómar segir Björn Inga og Arnar ekki fara með sannleikann um að ný stjórn hafi ekki verið skráð hjá RSK. Vísir/Ernir Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58