Titringur innan nýju stjórnarflokkanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2017 04:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hafði verið afskrifaður af flestum við lagninu ráðherrakapals. Valið virðist standa á milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar. vísir/eyþór Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30