Nýliðar á þingi ekki setið auðum höndum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Inga, Helga Vala og Bergþór eru spennt fyrir komandi dögum. vísir/anton/anton/miðflokkurinn Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur í heimalandinu og dró framboð sitt til baka Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur í heimalandinu og dró framboð sitt til baka Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“