Átta lík fundust um borð í bát sem rak á land í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 10:30 Starfsmenn Landhelgisgæslu Japan fara um borð í bát sem rak á land í gær. Vísir/AFP Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira