Gunnar Þórðarson BA, vinnuskip Arnarlax, við bryggju á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal hefur valið þá leið að nefna skip sín í höfuðið á alþýðufólki, sem sett hefur svip sinn á vestfirsk samfélög. Fjallað var um Bíldudal í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld.
Það fer ekki framhjá þeim sem heimsækja Bíldudal að þar er orðin umbylting í atvinnumálum. Eftir mikla fólksfækkun er þetta eina þéttbýli Arnarfjarðar nú orðið eitt mesta uppgangspláss landsbyggðarinnar.
Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, við höfnina á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Mesta breytingin sést kannski við höfnina. Þar sem áður var heldur dauflegt um að litast eru fiskeldisbátar nú orðnir fyrirferðarmestir. Í kringum laxeldið er fyrirtækið Arnarlax komið með um tug skipa og báta. Framkvæmdastjórinn, Víkingur Gunnarsson, segir höfnina hreinlega orðna of litla.
En það sem vekur athygli okkar eru nöfnin á þessum nýju fleytum, eins og Garðar Jörundsson, Gunnar Þórðarson, Bogga ljósa, Kiddi Friðþjófs og Nonni Hebba.
Fiskeldisbáturinn Kiddi Friðþjófs á leið til hafnar á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta eru hvorki landnámsmenn né útgerðarkóngar heldur venjulegt alþýðufólk. Nafngjafarnir eru ýmist lífs eða liðnir.
Víkingur skýrir hversvegna Arnarlax valdi þessa leið, og hvaða fólk er á bak við nöfnin, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal.