Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 16:36 Gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira