Krefst milljóna fyrir fórnarlamb líkamsárásar og vísar til ófrægingarherferðar Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 07:30 Hjalti Úrsus, faðir Árna, hefur meðal annars gert heimildarmynd um mál sonar síns og sakað saksóknara og lögreglu um dómsmorð. Vísir/Eyþór Réttargæslumaður brotaþola í málinu sem Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í kvartaði undan ófrægingarherferð í garð fórnarlambsins við málflutning í Hæstarétti í gær. Styðuar hann fimm milljón króna bótakröfu meðal annars með gegndarlausri myndbirtingu. Árni Gils áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar en málið var tekið fyrir þar í gærmorgun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann í höfuðuð með hníf í átökum þeirra fyrir utan sjoppu í Breiðholti í mars. Hjalti Úrsus Árnason, alfraunamaður og faðir Árna Gils, hefur látið mikil til síns taka í tengslum við mál sonar síns. Þannig hefur hann gert heimildarmynd um málið sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni. Segir hann dómsmorð hafa verið framið á syni sínum. Verjandi Árna Gils gerði að því skóna í morgun að sök hefði verið komi á skjólstæðing sinn í málinu og dró trúverðugleika mannsins sem hlaut áverkana í átökunum í mjög í efa.Birtu myndir af honum á sjúkrahúsi Stefán Karl Kristjánsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, krafðist í gærmorgun fimm milljón króna í miskabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. Tiltók hann sérstaklega framferði Hjalta Úrsusar. Hann hefði farið mikinn í fjölmiðlum, útbúið heimildarmyndina og dreift myndum af brotaþola, þar á meðal þar sem hann var á sjúkrahúsi. Brotaþola hafi jafnframt verið lýst sem forföllnum fíkniefnaneytanda og framburður hans dreginn í efa. Það sem Stefán Karl kallaði gegndarlausar myndbirtingar og ófrægingarherferð í garð brotaþola styddi bótakröfuna vegna líkamsárásarinnar. „Ef þetta er látið óátalið má hugsa sér að brotaþolir hræðist það að standa í þessu ferli,‟ sagði lögmaðurinn.Stefán Karl Kristjánsson er réttargæslumaður brotaþola í málinu.Vísir/VilhelmÞó að það væri faðirinn sem stæði í ófrægingarherferðinni þá hefði Árni Gils afhent gögn vitandi til hvers átti að nota þau. Lýsti Stefán Karl því ennfremur að skjólstæðingur sinn hefði átt undir högg að sækja í lífinu. Hann hefði meðal annars flúið borgina út í sveit til að losa sig undan þrýstingi vegna þessa máls. Það hefði valdið honum andlegum erfiðleikum.Sagði að brotaþolinn yrði frægurBrotaþolanum voru dæmdar fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur í héraði. Þegar málflutningi í Hæstarétti lauk í gær nálgaðist Hjalti Úrsus borðið þar sem Stefán Karl sat ásamt saksóknara og réttargæslumanni fórnarlambs í öðru líkamsárásmáli sem Árni Gils var sakfelldur í. Sagði Hjalti Úrsus að skjólstæðingur Stefáns Karls yrði frægur þegar myndir yrðu birtar af honum á næstu dögum. „Getur hann fengið stefgjöld?‟ spurði réttargæslumaðurinn í gamansömum tón á móti.Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Réttargæslumaður brotaþola í málinu sem Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í kvartaði undan ófrægingarherferð í garð fórnarlambsins við málflutning í Hæstarétti í gær. Styðuar hann fimm milljón króna bótakröfu meðal annars með gegndarlausri myndbirtingu. Árni Gils áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar en málið var tekið fyrir þar í gærmorgun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann í höfuðuð með hníf í átökum þeirra fyrir utan sjoppu í Breiðholti í mars. Hjalti Úrsus Árnason, alfraunamaður og faðir Árna Gils, hefur látið mikil til síns taka í tengslum við mál sonar síns. Þannig hefur hann gert heimildarmynd um málið sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni. Segir hann dómsmorð hafa verið framið á syni sínum. Verjandi Árna Gils gerði að því skóna í morgun að sök hefði verið komi á skjólstæðing sinn í málinu og dró trúverðugleika mannsins sem hlaut áverkana í átökunum í mjög í efa.Birtu myndir af honum á sjúkrahúsi Stefán Karl Kristjánsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, krafðist í gærmorgun fimm milljón króna í miskabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. Tiltók hann sérstaklega framferði Hjalta Úrsusar. Hann hefði farið mikinn í fjölmiðlum, útbúið heimildarmyndina og dreift myndum af brotaþola, þar á meðal þar sem hann var á sjúkrahúsi. Brotaþola hafi jafnframt verið lýst sem forföllnum fíkniefnaneytanda og framburður hans dreginn í efa. Það sem Stefán Karl kallaði gegndarlausar myndbirtingar og ófrægingarherferð í garð brotaþola styddi bótakröfuna vegna líkamsárásarinnar. „Ef þetta er látið óátalið má hugsa sér að brotaþolir hræðist það að standa í þessu ferli,‟ sagði lögmaðurinn.Stefán Karl Kristjánsson er réttargæslumaður brotaþola í málinu.Vísir/VilhelmÞó að það væri faðirinn sem stæði í ófrægingarherferðinni þá hefði Árni Gils afhent gögn vitandi til hvers átti að nota þau. Lýsti Stefán Karl því ennfremur að skjólstæðingur sinn hefði átt undir högg að sækja í lífinu. Hann hefði meðal annars flúið borgina út í sveit til að losa sig undan þrýstingi vegna þessa máls. Það hefði valdið honum andlegum erfiðleikum.Sagði að brotaþolinn yrði frægurBrotaþolanum voru dæmdar fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur í héraði. Þegar málflutningi í Hæstarétti lauk í gær nálgaðist Hjalti Úrsus borðið þar sem Stefán Karl sat ásamt saksóknara og réttargæslumanni fórnarlambs í öðru líkamsárásmáli sem Árni Gils var sakfelldur í. Sagði Hjalti Úrsus að skjólstæðingur Stefáns Karls yrði frægur þegar myndir yrðu birtar af honum á næstu dögum. „Getur hann fengið stefgjöld?‟ spurði réttargæslumaðurinn í gamansömum tón á móti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30